Endurútreikningi greiðslna lokið
Fæðingarorlofssjóður hefur lokið endurútreikningi greiðslna til foreldra sem voru í fæðingarorlofi eða sorgarleyfi í apríl, maí og júní 2024 og áttu rétt á hærri greiðslum til samræmis við hækkun á hámarksgreiðslum úr 600.000 kr. í 700.000 kr. á mánuði, sbr. breytingar á lögum um fæðingar- og foreldraorlof og lögum um sorgarleyfi sem giltu afturvirkt frá 1. apríl sl.
Lesa meira