Skráð atvinnuleysi í ágúst var 3,5%
Skráð atvinnuleysi í ágúst mældist 3,5% og jókst um 0,1 prósentustig frá júlí.
Að jafnaði voru 6.748 einstaklingar á atvinnuleysisskrá í ágúst og fækkaði um 83 frá júlí. Alls voru 2.489 fleiri á atvinnuleysisskrá í ágúst 2019 en í ágúst árið áður.