Mikill fjöldi umsókna lengir afgreiðslutíma

Aldrei hafa verið fleiri í þjónustu Vinnumálastofnunar en nú, en rúmlega 50.000 einstaklingar munu fá greiddar atvinnuleysistryggingar að fullu eða að hluta á móti skertu starfshlutfalli um þessar mundir. Þessi mikla aukning á fjölda í greiðsluþjónustu hefur átt sér stað á mjög skömmum tíma og leggur starfsfólk Vinnumálastofnunar allt kapp á að afgreiða umsóknir og koma þeim í greiðsluferli.

Þess má geta að í heildina hafa borist um 33.800 umsóknir um atvinnuleysistryggingar samhliða minnkuðu starfshlutfalli síðan opnað var fyrir þær umsóknir þann 25. mars sl. Þá hafa um 2.200 nýjar umsóknir um hefðbundnar atvinnuleysistryggingar komið inn það sem af er apríl, sem er viðbót við þá u.þ.b. 14.200 einstaklinga sem þegar voru skráðir án atvinnu í lok mars 2020.

Það gefur augaleið að umfangsins vegna hefur afgreiðslutíminn lengst, það er því miður óhjákvæmilegt. Við bendum enn og aftur á heimasíðuna okkar sem fyrsta kost í upplýsingaleit og að við höfum samband með tölvupósti eða bréfi á mínum síðum ef það vantar frekari gögn eða upplýsingar sem tengjast umsókn.

Á meðan þessi staða er uppi og verið er að vinna sig í gegn um þennan skafl umsókna langar okkur hjá Vinnumálastofnun að biðja umsækjendur um að sýna okkur þolinmæði og biðlund. 

Hér er hægt að sjá mælaborð Vinnumálastofnunar vegna minnkaðs starfshlutfalls og þróunina sem hefur verið í fjölda umsókna.

https://vinnumalastofnun.is/maelabord-og-tolulegar-upplysingar/maelabord-covid-19

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni