Tilkynning til þeirra sem eru á atvinnuleysisbótum í minnkuðu starfshlutfalli

Ef þú ert á atvinnuleysisbótum  samhliða minnkuðu starfshlutfalli í maí þarftu  að staðfesta það inni á mínum síðum milli 20. - 25. maí. 

Ef þú ert á uppsagnarfresti eða komin/n í fyrra starfshlutfall þarftu að fara inn á mínar síður og afskrá þig af atvinnuleysisbótum. 

Til að afskrá þig á mínum síðum þá smellir þú á kassann: Skrá mig af atvinnuleysisbótum. Nýr gluggi opnast þar sem þú tilgreinir frá hvaða degi þú vilt afskrá þig og ástæðu. Þú merkir við þann dag er uppsögn tók gildi eða þú fórst í fyrra starfshlutfall. Þú smellir svo á senda og ert þar með afskráð/ur af hlutabótum hjá Vinnumálastofnun.

Athygli er vakin á því að tilkynna þarf um allar tekjur sem þú kannt að hafa á meðan þú ert í minnkuðu starfshlutfalli. Þú gerir það með því að fara inn á mínar síður og smella á: Tilkynna vinnu eða tekjur og velur þar um hverslags tekjur er að ræða.

Vinnumálastofnun hefur útbúið stutt myndband sem sýnir hvernig atvinnuleitandi afskráir sig á mínum síðum.   

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni