Opnun þjónustuskrifstofna - Nauðsynlegt að panta tíma

Þjónustuskrifstofur Vinnumálastofnunar opna frá og með 30. júní nk., 6. júlí nk. eða að loknum sumarleyfum starfsmanna.

Við hvetjum einstaklinga enn til að nýta sér Mínar síður atvinnuleitenda og að hringja í þjónustuver stofnunarinnar í síma 515-4800. Opnunartími þjónustuvers er mánudaga til fimmtudaga 9 til 15 og föstudaga milli 9 og 12.

Sé þörf á að mæta á þjónustuskrifstofu stofnunarinnar er nauðsynlegt að panta tíma áður en mætt er. Hægt er að panta tíma með því að smella hér. (hyperlink: https://form.vinnumalastofnun.is/qmaticwebbooking/#/)

Ekki er þörf á að panta tíma til að mæta á skrifstofu Fæðingarorlofssjóðs á Hvammstanga.

Eftirtaldar þjónustuskrifstofur opna 30. júní nk.:

Akureyri og Selfoss.

Eftirtaldar þjónustuskrifstofur opna 6. júlí nk.:

Ísafjörður, Reykjarnesbær og Reykjavík.

Aðrar þjónustuskrifstofur opna að loknu sumarleyfi starfsmanna.

Akranes – 27. júlí nk.

Egilsstaðir – í byrjun ágúst.

Hér er hægt að nálgast nánari upplýsingar um þjónustuskrifstofur.

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni