Hópuppsagnir í júlí 2020

Alls bárust 4 tilkynningar um hópuppsagnir í júlí, þar sem 381 starfsmanni var sagt upp störfum.

Flestum var sagt upp störfum í flutningum á höfuðborgarsvæðinu eða 304. Í hótel- og veitingastarfsemi var sagt upp 28 starfsmönnum á Austurlandi , 28 í ferðatengdu fyrirtæki á Suðurlandi og 21 í fiskvinnslu á Vesturlandi en þar er gert ráð fyrir tímabundinni stöðvun.

Uppsagnarfrestur þeirra sem sagt var upp í hópuppsögnum júlímánaðar er í flestum tilvikum á bilinu 1 til 3 mánuðir og koma því til framkvæmda á tímabilinu september til nóvember.

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni