Hópuppsagnir í september

Alls bárust 9 tilkynningar um hópuppsagnir í september, þar sem 324 starfsmönnum var sagt upp störfum.

Flestum var sagt upp í ferðaþjónustutengdri starfsemi eða í 8 fyrirtækjum með alls 283 starfsmönnum og eitt í mannvirkjagerð eða alls 41 starfsmanni. Flestar hópuppsagnirnar voru á höfuðborgarsvæðinu eða 229, 41 á Suðurnesjum, 31 á Suðurlandi og 20 á Norðurlandi eystra.

Uppsagnarfrestur þeirra sem sagt var upp í hópuppsögnum septembermánaðar er í flestum tilvikum á bilinu 1 til 3 mánuðir og koma því til framkvæmda á tímabilinu nóvember 2020 til janúar 2021.

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni