Yfirlýsing Vinnumálastofnunar vegna afgreiðslu Ábyrgðasjóðs launa á kröfum starfsmanna í þrotabú Menn í vinnu

Í ljósi fjölmiðlaumfjöllunar og yfirlýsingar Eflingar í dag um afgreiðslu Ábyrgðasjóðs launa á kröfum starfsmanna í þrotabú Menn í vinnu, vill Vinnumálastofnun koma eftirfarandi á framfæri:

Afgreiðsla á launakröfum í þrotabúinu í febrúar og mars, virðist ekki vera í samræmi við lög og mun Vinnumálastofnun taka málsmeðferð sjóðsins til endurskoðunnar. Kröfurnar voru afgreiddar í samræmi við samþykki skiptastjóra þrotabúsins sem lá fyrir síðastliðið haust. Í kjölfar niðurstöðu héraðsdóms 24. febrúar sl.var tilefni til endurskoðunar á afgreiðslu umrædds þrotabús. Það var yfirsjón að afgreiða þessar kröfur án tillits til umrædds dóms.

Vinnumálastofnun tekur fram að engin afstaða er tekin af hálfu stofnunarinnar til þeirra málaferla sem Efling á í við þrotabú Menn í vinnu og fyrirtækið Eldum rétt.  

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni