Mikil ánægja með nýtt kennslufræðinámskeið í samfélagsfræðslu fyrir flóttafólk og innflytjendur

Mímir hélt á dögunum undirbúningsnámskeið fyrir kennara sem munu kenna samfélagsfræðslu fyrir flóttafólk og innflytjendur á vegum Vinnumálastofnunar. 

Námskeiðið er hluti af verkefninu Landneminn. Samfélagsfræðsla sem Mímir vann að fyrir Vinnumálastofnun og er Landneminn kennsluefni í samfélagsfræðslu sem er hýst hjá Vinnumálastofnun (www.landneminn.is). Námskeið í samfélagsfræðslu verður hluti af samræmdri móttöku flóttafólks þar sem kennsluefnið Landneminn. Samfélagsfræðsla verður nýtt.

Á kennslufræðinámskeiðinu hjá Mími fengu þátttakendur kynningu á kennsluefninu og vefnum www.landneminn.is og unnu verkefni tengd því auk þess sem hagaðilar kynntu þarfir markhópsins út frá þörfum stofnana (Rauði krossinn á Íslandi, Alþýðusamband Íslands, Miðja máls og læsis og flóttamannateymi Reykjavíkurborgar).

Mikil ánægja var með námskeiðið og mæltist það mjög vel fyrir.

Fyrstu samfélagsfræðslunámskeiðin fyrir flóttamenn fara af stað í september á höfuðborgarsvæðinu.  Þau verða á arabísku, ensku og spænsku.  Þá er einnig að fara af stað námskeið fljótlega á Suðurnesjum á arabísku og í bígerð er að halda námskeið á Akureyri og í Árborg.

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni