Úthlutun úr Þróunarsjóði um atvinnu og menntun

Framkvæmdanefnd NET hefur nú úthlutað  styrkjum  úr Þróunarsjóði um atvinnu og menntun sem auglýst var í október. Auglýst var eftir umsóknum um styrki til kennslu hagnýts og starfstengds náms.  Sjóðurinn var settur á laggirnar í tengslum við átak stjórnvalda til að mæta neikvæðum áhrifum COVID-19 faraldursins með það að markmiði að gera atvinnuleitendum kleift, einkum þeir sem hafa verið 12 mánuði eða lengur hjá Vinnumálastofnun að styrkja stöðu sína á íslenskum vinnumarkaði. Augýst var eftir umsóknum um kennslu hagnýts og starfstengds náms

Alls bárust 9 umsóknir frá 7 aðilum.  Samþykktar  voru umsóknir Mímis símenntunar (með tvær umsóknir), Starfstækifærið ehf. og Reykjavíkurborg velferðarsvið, Þjónustumiðstöð Breiðholts (með tvær umsóknir) með fyrirvara um að þessum aðilum takist að fá tilskilin fjölda þátttakenda í umrætt nám.  Aðrir umsækjendur uppfylltu ekki kröfulýsingu.

Vinnumálastofnun mun aðstoða þessa aðila að kynna þetta nám fyrir þeim atvinnuleitendum sem hafa verið án atvinnu 12 mánuði eða lengur.

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni