Vegna úrskurða úrskurðanefndar velferðarmála er varða skerðingu á hlutabótum

Úrskurðarnefnd velferðarmála hefur í málum nr. 521, 530, 534 og 616/2021 komist að þeirri niðurstöðu að orlof og orlofsuppbót skuli ekki koma til skerðingar á hlutabótum í þeim mánuði sem greiðsla orlofs var innt af hendi. Niðurstaðan hefur m.a. áhrif á greiðslur til þeirra einstaklinga sem fengu greitt uppsafnað orlof, orlofsuppbót eða desemberuppbót á meðan þeir voru á hlutabótum árin 2020 og 2021. Unnt er að kynna sér úrskurði nefndarinnar á vef Stjórnarráðs Íslands https://www.stjornarradid.is/gogn/urskurdir-og-alit-/ 

Í ljósi úrskurða nefndarinnar hefur Vinnumálastofnun hafið vinnu við að fara yfir þau mál þar sem launamaður getur  hugsanlega  átt rétt á endurútreikningi vegna þessara úrskurða. Stofnunin mun hafa samband við þá sem kunna að eiga rétt á leiðréttingu með því að birta tilkynningu þess efnis á Mínum síðum og senda tölvupóst og sms um að þeim hafi borist erindi vegna þessa. 

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni