Vestmannaeyjar þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd

Gísli Davíð Karlsson f.h. Vinnumálastofnunar og íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja undirrituðu í gær samning um þjónustu við umsækjendur  um alþjóðlega vernd.  

Með samningnum mun Vestmannaeyjar  þjónusta allt að 30 umsækjendur fyrir hönd Vinnumálastofnunar. Fyrstu umsækjendur um alþjóðlega vernd fluttu til Vestmannaeyja í febrúar. Samningurinn gildir út árið 2023.

Vestmanneyjar (1)

Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja og Gísli Davíð Karlsson sviðstjóri Vinnumálastofnunar.

Þá hefur einnig verið undirritaður samningur um samræmda móttöku flóttaafólks  milli Vestmannaeyja,  félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins og Fjölmenningarseturs sem tryggir áframhaldandi þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd.  

Samræmd móttaka flóttafólks nær til fólks sem fengið hefur alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða hér á landi.

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni