Réttindi ríkisborgra Venesúela sem sótt hafa um alþjóðlega vernd til atvinnuþátttöku

Í ljósi umræðna um atvinnuréttindi ríkisborgara Venesúela sem sótt hafa um alþjóðlega vernd í kjölfar úrskurðar Kærunefndar Útlendingamála, vill Vinnumálastofnun koma eftirfarandi á framfæri.

Ríkisborgarar Venesúela sem fengið hafa dvalarleyfi á grundvelli alþjóðlegrar verndar eru undanþegnir kröfu um atvinnuleyfi og hafa heimild til að starfa á innlendum vinnumarkaði án takmarkana. Vilji atvinnurekandi ganga úr skugga um að slíkt leyfi sé til staðar má óska eftir því að viðkomandi einstaklingar framvísi dvalarleyfisskírteini.

Ríkisborgarar Venesúela sem ekki hafa fengið endanlegt svar við umsókn um alþjóðlega vernd en eru með gilt atvinnu- og dvalarleyfi til bráðabirgða, halda rétti sínum til starfa hjá atvinnurekanda í samræmi við útgefið atvinnuleyfi. Sé óskað eftir framlengingu leyfisins þarf að leggja fram umsókn þess efnis hjá Útlendingastofnun, áður en fyrra leyfi rennur út. Meti Útlendingastofnun sem svo að skilyrði fyrir framlengingu bráðabirgðadvalarleyfis séu uppfyllt mun Vinnumálastofnun geta framlengt atvinnuleyfi að öðrum skilyrðum uppfylltum.

Frekari fyrirspurnir er varða dvalarleyfi þarf að beina til Útlendingastofnunar.

 

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni