Upplýsingar vegna stöðunnar í Grindavík

Í ljósi þeirrar óvissu sem uppi er vegna aðstæðna í Grindavík vill Vinnumálastofnun koma eftirfarandi á framfæri:

Komi til þess að launagreiðslur falli niður til starfsmanna fyrirtækja í Grindavík vegna ákvörðunar almannavarna um allsherjarrýmingu geta þeir leitað til Vinnumálastofnunar. Öryggisnet atvinnuleysistryggingakerfisins tryggir starfsfólki framfærslu í þeim tilfellum þegar starfsmaður hefur áunnið sér rétt til atvinnuleysisbóta. Sjálfstætt starfandi einstaklingar geta einnig leitað til stofnunarinnar.

Vinnumálastofnunin vill leggja sérstaka áherslu á eftirfarandi:

-Að starfsfólk ræði við sinn atvinnurekenda um stöðu mála áður en ákveðið er að sækja um atvinnuleysisbætur.

-Í ljósi aðstæðna munu umsóknir um atvinnuleysisbætur gilda frá því að almannavarnir ákváðu að rýma Grindavík, þ.e. kvöldið 10. nóvember sl. Það er því ekki nauðsynlegt að sækja strax um atvinnuleysisbætur meðan óvissa er til staðar.

-Hvetjum starfsfólk til að bíða út vikuna með að sækja um atvinnuleysisbætur þar til málin skýrast nánar.

-Að sótt sé um greiðslur í gegnum Mínar síður Vinnumálastofnunar

Félags- og vinnumarkaðsráðherra nefndi í Silfrinu á mánudagskvöldið 13. nóvember sl. að hafinn sé vinna við viðbrögð af hálfu ríkisstjórnarinnar og bíður Vinnumálastofnun eftir því að þau mál skýrist nánar.

Vinnumálastofnun gerir sér grein fyrir þeirri óvissu sem er til staðar og verða upplýsingar uppfærðar reglulega á vefsvæði stofnunarinnar á íslensku, ensku og pólsku.

 

 

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni