Tilkynning til atvinnuleitenda í minnkuðu starfshlutfalli

Vinnumálastofnun beinir því til atvinnuleitenda í minnkuðu starfshlutfalli að þeir þurfa að skrá sig af atvinnuleysisskrá ef þeim hefur verið sagt upp störfum og/eða ef þeir fara aftur í fyrra starfshlutfall. Sé um uppsögn að ræða ber að skrá sig af atvinnuleysisbótum frá og með þeim degi sem uppsagnarfrestur tekur gildi.

Hafi atvinnuleitandi farið aftur í fyrra starfshlutfall ber að skrá þann dag þegar valin er dagsetning afskráningar.

Dæmi: Hafi atvinnuleitandi farið í fyrra starfshlutfall 4. maí sl. ber að merkja við 4. maí 2020 þegar fyllt er út upplýsingar um afskráningu. Atvinnuleitendur geta afskráð sig á mínum síðum og hefur Vinnumálastofnun sent út skilaboð og leiðbeiningar til þessa hóps varðandi afskráningu. Vinnumálastofnun leggur áherslu á að afskráning kemur ekki í veg fyrir greiðslu atvinnuleysisbóta hafi atvinnuleitandi ekki enn fengið greitt fyrir apríl mánuð.

Upplýsingar um rétt einstaklinga til almennra atvinnuleysisbóta eru aðgengilegar hérhttps://vinnumalastofnun.is/atvinnuleitandi/rettur-til-atvinnuleysisbota  

Upplýsingar um réttindi einstaklinga í kjölfar gjaldþrots fyrirtækis eru aðgengilegar hér: https://vinnumalastofnun.is/atvinnuleitandi/rettur-til-atvinnuleysisbota/gjaldthrot-atvinnurekanda 

Vinnumálastofnun hefur útbúið stutt myndband sem sýnir hvernig atvinnuleitandi afskráir sig á mínum síðum.   

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni