Vegna framlengingar á hlutabótum samhliða minnkuðu starfshlutfalli
Þann 29. maí sl. samþykkti Alþingi að framlengja úrræðið um greiðslur hlutabóta samhliða minnkuðu starfshlutfalli. Vinnumálastofnun vinnur að nauðsynlegum breytingum á tölvukerfum stofnunarinnar vegna þessa. Sett verður tilkynning á vef stofnunarinnar þegar þeirri vinnu er lokið.
Einstaklingar og vinnuveitendur munu þurfa að fara inn á mínar síður í þeim tilgangi að staðfesta áframhaldandi samkomulag um minnkað starfshlutfall og að þau viðbótarskilyrði sem lögin kveða á um séu uppfyllt.