Ættleiðingarstyrkur er fjárstyrkur úr ríkissjóði til kjörforeldra sem ættleitt hafa erlent barn eða börn í samræmi við lög um ættleiðingar.


Skilyrði ættleiðingarstyrks

  • Réttur til ættleiðingarstyrks er bundinn því skilyrði að um frumættleiðingu erlendra barna sé að ræða. Með orðinu frumættleiðing er átt við ættleiðingu á barni sem ekki er barn eða kjörbarn maka umsækjanda, sambúðarmaka eða maka í staðfestri samvist.
  • Eingöngu þeir sem skráðir eru með lögheimili hér á landi samkvæmt Þjóðskrá Íslands eiga rétt á greiðslu ættleiðingarstyrks.
  • Kjörforeldrar sem hafa fengið útgefið forsamþykki í samræmi við lög um ættleiðingar eiga einir rétt á ættleiðingarstyrk. Þessi réttur er ekki framseljanlegur.
  • Ættleiðingarstyrkur er eingreiðsla sem er greidd út samkvæmt umsókn kjörforeldra þegar erlend ættleiðing hefur verið staðfest hér á landi eða ættleiðingarleyfi hefur verið gefið út í samræmi við ákvæði laga um ættleiðingar.

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni