Greiðslustofa Vinnumálastofnunar á Skagaströnd flyst í nýtt og glæsilegt húsnæði
Greiðslustofa Vinnumálastofnunar hefur flust í nýtt og glæsilegt skrifstofuhúsnæði á 2. hæð að Túnbraut 1-3 á Skagaströnd en Vinnumálastofnun hefur starfrækt Greiðslustofu á Skagaströnd allt frá árinu 2007 og starfa þar nú um 20 manns.