Skráð atvinnuleysi í janúar var 3,0% og jókst um 0,3 prósentustig frá desembermánuði. Að meðaltali fjölgaði um 1.182 á atvinnuleysisskrá í janúar 2019 frá janúar 2018, en þá mældist skráð atvinnuleysi 2,4%.
Lesa meira
Skráð atvinnuleysi í desember var 2,7% og jókst um 0,2 prósentustig frá nóvembermánuði. Að meðaltali fjölgaði um 930 á atvinnuleysisskrá í desember 2018 frá desember 2017, en þá mældist skráð atvinnuleysi 2,2%.
Lesa meira
Þjónustuskrifstofa Vinnumálastofnunar á norðurlandi vestra verður lokuð vegna sumarleyfa dagana 13.júní til 26 júní.
Lesa meira
Að gefnu tilefni vill Vinnumálastofnun láta þess getið að almannatryggingaákvæði EES-samningsins taka aðeins til nánar tiltekinna lögbundinna bóta almannatrygginga en ekki til félagslegrar aðstoðar eða stuðnings.
Lesa meira
Þrjár tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í maí þar sem 89 starfsmönnum var sagt upp störfum, þar af 67 í fiskvinnslu á Suðurlandi og Vestfjörðum og 22 við sérfræðilega, vísindalega og tæknilega starfsemi. Uppsagnirnar taka flestar gildi á tímabilinu júlí til september 2018.
Lesa meira
Ársfundur Vinnumálastofnunar var haldinn fimmtudaginn 24. maí sl. Framtíðarfærnispár og þróun vinnumarkaðar var yfirheiti fundarins. Fundurinn hófst á ávarpi aðstoðarmanns ráðherra, Sóleyjar Ragnarsdóttur, í forföllum ráðherra og að því loknu fór Gissur Pétursson forstjóri yfir starfsemi stofnunarinnar á árinu 2017.
Lesa meira
Ásmundur Einar Daðason félags og jafnréttismálaráðherra heimsótti í gær þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunar á Hvammstanga sem annast umsýslu Fæðingarorlofssjóðs. Við það tækifæri undirrituðu hann og Gissur Pétursson forstjóri stofnunarinnar samstarfsyfirlýsingu þar sem segir:
Lesa meira
Ársfundur Vinnumálastofnunar verður haldinn fimmtudaginn 24. maí á Hótel Natura frá klukkan 13.00 - 15.00. Yfirskrift fundarins Framtíðarfærnispár og þróun vinnumarkaðar. Fundarstjóri er Kristín Þóra Harðardóttir lögmaður hjá Samtökum atvinnulífsins.
Lesa meira
Skráð atvinnuleysi í apríl var 2,3% og minnkaði um 0,1 prósentustig frá mars. Að meðaltali fjölgaði atvinnulausum frá apríl í fyrra (2017) um 368 einstaklinga en þá mældist atvinnuleysið 2,1%.
Lesa meira
Tvær tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í apríl þar sem 53 starfsmönnum var sagt upp störfum, þar af 35 í framleiðslu og 18 í upplýsingum og tækni. Uppsagnirnar taka flestar til framkvæmda í ágúst 2018.
Lesa meira
Í dag var undirritað samkomulag milli Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Vinnumálastofnunar um nýtt úrræði sem nefnist Frumkvæði. Megin tilgangur verkefnisins er að styðja fólk í atvinnuleit við að búa sér til eigin störf.
Lesa meira
Skráð atvinnuleysi í mars var 2,4% og var óbreytt frá febrúarmánuði. Að meðaltali fjölgaði
um 201 á atvinnuleysisskrá í mars í ár frá mars í fyrra (2017) en þá mældist skráð atvinnuleysi einnig 2,4%.
Lesa meira
Þú hefur skoðað 12 fréttir af 211
Sýna fleiri fréttir