Fréttir 2019 Júní

Sumarlokanir

Sumarlokanir verða á eftirtöldum þjónustukrifstofum Vinnumálastofnunar:
Suðurland: 15. júlí - 6. ágúst
Vesturland: 15. júli - 2. ágúst
Austurland: 8. júlí - 26. júlí
Vestfirðir:  22. júlí - 9. ágúst
Lesa meira

Þjónustuskrifstofan á Ísafirði verður lokuð föstudaginn 21. júní

Þjónustuskrifstofa Vinnumálastofnunar á Ísafirði verður lokuð föstudaginn 21. júní. 

Lesa meira

Skráð atvinnuleysi í maí var 3,6 %


Að jafnaði voru 6.767 einstaklingar á atvinnu­leysis­skrá í maí og fækkaði um 36 frá apríl.  Atvinnuleysi hefur ekki verið meira síðan í mars 2015 þegar það mældist sama og nú. Alls voru 2.677 fleiri á atvinnuleysisskrá í maí 2019 en í maí árið áður. 

Lesa meira

Hópuppsagnir í maí

Tvær tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í maí þar sem 53 starfsmönnum var sagt upp störfum.

Lesa meira

Breyttur símatími hjá atvinnuleyfadeild Vinnumálastofnunar

Í sumar, frá og með 5. júní verður símatími atvinnuleyfa sem hér segir:
Mánudagar 10:00-11:00
Miðvikudagar 10:00-11:00
Bent er á að hægt er að senda fyrirspurnir á netfangið atvinnuleyfi@vmst.is og workpermits@vmst.is

Lesa meira

Öflugri upplýsingatækni hjá Vinnumálastofnun

Vinnumálastofnun hefur samið við Advania um margvíslegt samstarf á sviði upplýsingatækni. Advania aðstoðar við að efla stafræna þjónustu Vinnumálastofnunar.

Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofunar og Ægir Már Þórisson forstjóri Advania undirrituðu rammasamning um samstarfið í gær.

Í honum felst að Vinnumálastofnun heldur áfram nánu samstarfi við Advania meðal annars um hugbúnaðaþróun, vefsmíði, viðskiptagreind og hýsingu lausna. Fyrirtækið kemur að innri og ytri vefjum stofnunarinnar, hýsir og rekur upplýsingakerfi og ýmis sértæk kerfi svo sem fyrir Fæðingarorlofssjóð og Ábyrgðasjóð launa.

„Það er gaman að sjá gott samstarf leiða til hagræðingar og skilvirkni hjá Vinnumálastofnun. Þar hefur upplýsingatæknin leyst af hólmi handvirka og tímafreka ferla og stutt stofnunina í að veita betri þjónustu,“ segir Sigrún Ámundadóttir, framkvæmdastjóri hugbúnaðarlausna Advania.

„Vinnumálastofnun hefur lagt síaukna áherslu á stafræna þjónustu og er traust samstarf við upplýsingatæknifyrirtæki, grunnur að góðri afurð. Að gera ferlana stafræna styður við gildi Vinnumálastofnunar sem eru; fyrirmyndarþjónusta, virðing og áreiðanleiki,“ segir Margrét Kr. Gunnarsdóttir sviðsstjóri hjá Vinnumálastofnun.

Advania hefur unnið með Vinnumálastofnun að stafrænni umbreytingu undanfarin ár. Í fyrra varð fyrirtækið hlutskarpast í útboði Ríkiskaupa um smíði á nýju grunnkerfi um stóran hluta þjónustu Vinnumálastofnunnar. Kerfið er hannað með það að leiðarljósi að spara atvinnulausum sporin, flýta afgreiðslu atvinnuleysisbóta og draga úr tímafrekri pappírsvinnu starfsfólks.

Lesa meira

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni