Ertu atvinnurekandi og vilt ráða flóttafólk í vinnu?

Vinnumálastofnun er þátttakandi í samræmdri móttöku flóttafólks. Þar starfa ráðgjafar sem sinna eingöngu þjónustu við flóttafólk. Ráðgjafar VMST vinna almennt út frá þeirri hugmyndafræði að flóttafólk þurfi að komast sem fyrst út á íslenskan vinnumarkað til að aðlögun að íslensku samfélagi geti hafist.

Fyrirspurnir varðandi þjónustu VMST við flóttamenn má senda á flottamenn@vmst.is.

Vilt þú ráða atvinnuleitanda með skerta starfsgetu?

Vinnumálastofnun býður upp á þjónustu fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja ráða öryrkja og atvinnuleitendur með skerta starfsgetu. Þjónustan er margþætt og fer eftir þörfum atvinnurekenda sem og atvinnuleitenda, sem óska eftir störfum á almennum vinnumarkaði. Við þjónustum breiðan hóp atvinnuleitenda með mismikla vinnufærni, reynslu og menntun. Vinnumálastofnun vill skapa fjölbreytt starfstækifæri fyrir atvinnuleitendur með skerta starfsgetu og leitar eftir samstarfi við ný fyrirtæki og stofnanir.

Fyrirspurnir varðandi þjónustuna má senda á ams@vmst.is.

Hefurðu kynnt þér fyrirtækjaráðgjöf?

Þjónustuskrifstofur Vinnumálastofnunar starfrækja ráðningarþjónustu þar sem atvinnurekendur geta auglýst eftir starfsfólki. Auglýsingin nær til breiðs hóps og nýtur atvinnurekandi aðstoðar atvinnuráðgjafa við ráðningarferlið. Við höfum á skrá fjölda hæfra einstaklinga sem búa yfir margskonar menntun og reynslu sem gæti hentað þínu fyrirtæki eða starfsemi. Atvinnuráðgjafar vinnumiðlunar leitast við að veita einstaklingsmiðaða þjónustu sem er sniðin að óskum atvinnurekenda.

Fyrirspurnir varðandi þjónustuna má senda á vinnumidlun@vmst.is

[macroErrorLoadingPartialView]
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni