Fjarnámskeið á vegum Vinnumálastofnunar
Hér að neðan eru þau fjarnámskeið sem í boði eru á vegum Vinnumálastofnunar.
Fingrafar – á einhverfurófinu
Fingrafar – á einhverfurófinu er stutt sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir einhverft fólk.
Á námskeiðinu er farið yfir helstu áskoranir sem fólk upplifir sem er með grun um að vera á einhverfurófinu eða eru nú þegar með greiningu (skynsegin/taugsegin). Þar má t.d. nefna skynfærin og neikvæð áhrif skynúrvinnslu á færni, skerta tímastjórnun, orkustjórnun og athygli, áskoranir í samskiptum, félagsþátttöku í námi og vinnu. Farið er yfir helstu styrkleika þeirra sem eru skynsegin/taugsegin og hvernig má nýta þá til að ná betri tökum á iðju hversdagsins, rútínu, orkustjórnun, trú á eigin getu og þeim hjálpað til að finna leiðir til að vera virkir þátttakendur í lífinu með fjölskyldu, vinum, í námi og starfi með ólíkum aðferðum, öppum og félagslegum stuðningi.
Vert er að taka fram að námskeiðið er stað- og fjarnámskeið og því hægt að taka þátt óháð búsetu.
Kennari: Guðrún Jóhanna Hallgrímsdóttir iðjuþjálfi.
Tímalengd: Kennt er í 3 skipti, 2 klst. í senn.
Næstu námskeið:
27., 28. og 29. júní milli kl. 12:30-14:30 í Lífsgæðasetrinu St. Jó í Hafnarfirði og á zoom.
17., 19. og 20. júlí milli kl. 12:30-14:30 í Lífsgæðasetrinu St. Jó í Hafnarfirði og á zoom.
Staðsetning:
Lífsgæðasetrið St. Jó Suðurgötu 41 í Hafnarfirði eða á netinu í gegnum ZOOM fyrir þá sem treysta sér ekki til að mæta í hús eða eru búsettir út á landi.
Ath. Strætó nr. 1 stoppar fyrir aftan húsið (við Hringbraut/St. Jósefsspítali og strætó nr. 21 á Strandgötu (við Víkingaheimilið) í ca 5-7 mínútna gönguleið frá St. Jó.
Skráning:
Skráning á námskeið fer fram í gegnum netfangið: namskeidhb@vmst.is
Mikilvægt er að fram komi heiti námskeiðs, nafn og kennitala þátttakanda.