Fjarnámskeið á vegum Vinnumálastofnunar
Hér að neðan eru þau fjarnámskeið sem í boði eru á vegum Vinnumálastofnunar.
Vinnustofa í Nýsköpun
Vinnumálastofnun, í samstarfi við Senza Partners, býður upp á vinnustofu í nýsköpun þar sem frumkvöðlum á allra fyrstu stigum (þá sem langar að stofna fyrirtæki en eru enn ekki með fastmótaða hugmynd, eða óvissir hvort þeir eigi að halda áfram með hugmynd) er hjálpað að meta hugmyndir, ramma inn viðskiptaáætlun, móta stefnu, gera fjárfestakynningar, æfa framsögu auk þess sem farið er yfir helstu atriði varðandi stofnun fyrirtækja og styrkja- og fjármögnunarmöguleika.
Um fjarnámskeið er að ræða og hist er tvisvar, 3 klst í senn.
Fim 16. nóvember 2023, kl 09:00 - 12:00
Fös 17. nóvember 2023, kl 09:00 - 12:00
Dagskrá
Dagur 1:
- Mat hugmynda, tæki og tól
- Lean aðferðafræðin
- Viðskiptaáætlun
- Fjárhagsáætlun
- Kynningar og lyfturæður
Dagur 2:
- Þátttakendur flytja 5min kynningu með PPT eða 1mín lyfturæðu án PPT (fer eftir fjölda)
- Stofnun fyrirtækja og rekstur sprotafyrirtækis fyrstu árin
- Styrkir og styrkjaumhverfi fyrir sprotafyrirtæki á Íslandi
- Spurningar og ítarefni
Leiðbeinandi er Einar Sigvaldason, stjórnendaþjálfi hjá Senza Partners.
Um leiðbeinanda
- MBA frá UC Berkeley, Cand.Oecon í viðskiptafræði, löggiltur verðbrefamiðlari frá Háskóla Íslands.
- Stjórnendaþjálfi og námskeiðshaldari hjá Senza Partners, senza.is.
- Framkvæmdastjóri og ráðgjafi þróunarstyrkja hjá Horizon Partners, horizonpartners.is.
- 15 ár framkvæmdastjóri 3ja sprotafyrirtækja á hugbúnaðarsviði.
- 15 ár í nýsköpun á Íslandi og San Francisco.
- 20 ára reynsla við gerð viðskiptaáætlana & ótal fjárfesta- og sölukynninga.
- https://www.linkedin.com/in/einarsigvalda/
Skráning á námskeið fer fram í gegnum netfangið: namskeidhb@vmst.is
Mikilvægt er að fram komi heiti námskeiðs, nafn og kennitala þátttakanda.