Fjarnámskeið á vegum Vinnumálastofnunar

Hér að neðan eru þau fjarnámskeið sem í boði eru á vegum Vinnumálastofnunar.


ADHD og fjármál

Stutt fjarnámskeið með aðferðum sem virka fyrir fólk með ADHD

Fjarnámskeið – zoom

Skráning á námskeið fer fram í gegnum netfangið: namskeidhb@vmst.is
Mikilvægt er að fram komi heiti námskeiðs, nafn og kennitala þátttakanda.

Sjá nánar um þessi námskeið á heimasíðu ADHD samtakanna https://www.adhd.is/                                                                  

Áfram stelpur

Sjálfstyrkingarnámskeið fyrir konur með ADHD

Staðnámskeið – Lífsgæðasetrið í St. Jósefsspítala, Suðurgötu 41, 220 Hafnarfirði

Skráning á námskeið fer fram í gegnum netfangið: namskeidhb@vmst.is
Mikilvægt er að fram komi heiti námskeiðs, nafn og kennitala þátttakanda.

Sjá nánar um þessi námskeið á heimasíðu ADHD samtakanna https://www.adhd.is/                                                                  

Áfram veginn!

Fjarnámskeið á zoom fyrir fullorðna með ADHD

Skráning á námskeið fer fram í gegnum netfangið: namskeidhb@vmst.is
Mikilvægt er að fram komi heiti námskeiðs, nafn og kennitala þátttakanda.

Sjá nánar um þessi námskeið á heimasíðu ADHD samtakanna https://www.adhd.is/                                                                  

Gott jafnvægi

Viltu læra leiðir sem virka fyrir þig til þess að minnka streitu og hlúa betur að þér?

Viltu finna betra jafnvægi í lífinu og meiri fyllingu og gleði í dögunum þínum?

Þetta segja þeir sem hafa sótt námskeiðið:

"Andrúmsloftið var hlýlegt og afslappað og gott að koma upp í Samkennd."

"Á heildina litið fannst mér námskeiðið vera mjög gagnlegt og ég mæli eindregið með því fyrir alla sem vilja skilja streitu betur og læra hvernig er hægt að stjórna henni."

“Lydía er augljóslega að tala bæði af reynslu og mikilli fagþekkingu og miðlar efninu til þátttakenda á fyrirhafnarlausan og þægilegan hátt.”

Hentar:

Öllum sem upplifa einkenni of mikillar streitu og vilja læra leiðir til þess að finna betra jafnvægi.

Hvar:

Námskeiðið verður haldið í notalegum sal Samkenndar-heilsuseturs að Tunguhálsi 19.

Hvenær:

Einu sinni í viku 2 klukkustundir í senn í 6 vikur.

Næstu námskeið eru fyrirhuguð í byrjun febrúar og byrjun maí.

Markmið:

Að þátttakendur skilji betur langvarandi streitu og afleiðingar hennar.

Að þátttakendur læri leiðir sem virka fyrir þá til þess að minnka streitu í sínu lífi, að hlúa betur að sér og öðlast betra jafnvægi. En á sama tíma að ná betri árangri í lífi og starfi.

Að þátttakendur skilji sjálfa sig betur og hvernig þeir vilja lifa lífinu.

Dagskrá námskeiðs:

  1. Streita og afleiðingar langvarandi streitu.
  2. Aðferðir við streitustjórnun og að komast í gott jafnvægi
  3. Grundvallaratriði hugrænnar atferlismeðferðar og taugakerfið
  4. Grunnþarfir og tilfinningar
  5. Sjálfsmynd, samkennd og núvitund
  6. Hver er ég og hver er mín framtíðarsýn?

Leiðbeinandi:

Lydía Ósk Ómarsdóttir, sálfræðingur.

Lydía hefur persónulega reynslu af að vinna sig út úr miklu streituástandi þegar hún var óvinnufær í næstum tvö ár vegna kulnunar. Nú sinnir hún sálfræðimeðferð hjá Samkennd-heilsusetri þar sem hún hjálpar fólki að minnka streitu og finna betra jafnvægi og betri líðan.

Skráning á námskeið fer fram í gegnum netfangið: namskeidhb@vmst.is

Mikilvægt er að fram komi heiti námskeiðs, nafn og kennitala þátttakanda.

Vöxtur og vegferð – einhverfa

Vöxtur og vegferð er sjálfstyrkingarnámskeið fyrir 16 ára og eldri sem er með greiningu eða grun um að vera á einhverfurófinu. Á námskeiðinu fá þau fræðslu um einkenni einhverfu, áhrif á líðan, samskipti við aðra, stýrifærni við iðju og rýnt er í styrkleika og farið í markmiðasetningu.
Námskeiðið byggir á kenningum um taugasálfræðilegan þroska, skynjun og skynúrvinnslu (Sensory Integration Theory), iðju og þátttöku (Model of Human Occupation), reynslunámi (Experiential learning), styrkleikanálgun og valdeflingu (Empowerment).
Tilgangur námskeiðs er að skilja kjarna persónunnar, ólíka hegðun og tegund af samskiptum. Áhersla er lögð á mikilvægi samkenndar í eigin garð, trú á eigin getu og veittur stuðningur við að móta næstu skref í vegferð lífsins. Markmið þátttöku er að efla sjálfsmynd, skilning á eigin líðan og efla getu til að takast á við ólíkar aðstæður í samskiptum, félagsþátttöku og í starfi.

Umsagnir fyrrum þátttakenda einkennast af því að upplifa efni námskeiðs gagnlegt, eflandi og hvetjandi þar sem þau fái tækifæri á að máta sig og sínar aðstæður við aðstæður annarra, umræður og innihald námskeiðsins.

Kennari: Guðrún Jóhanna Hallgrímsdóttir iðjuþjálfi og Sigrún Jónsdóttir þroskaþjálfi, einhverfu og ADHD markþjálfi

Tímalengd: kennt er 1x í viku, 2 klst í senn í 6 vikur.

Næstu námskeið verða 15.janúar, 4.mars og 22.apríl og eru þau öll kennd bæði í fjar- og staðnámi.

Staðsetning: Lífsgæðasetrið St. Jó, Suðurgötu 41 í Hafnarfirði eða á netinu gegnum ZOOM - fyrir þá sem treysta sér ekki til að mæta í hús eða eru búsettir út á landi.

Ath, strætó nr. 1 stoppar fyrir aftan húsið (við Hringbraut/St. Jósefsspítali) og strætó nr. 21 á Strandgötu (við Víkingaheimilið) í ca 5-7 mínútna gönguleið frá St. Jó.

https://www.heimastyrkur.is/vöxtur-og-vegferð-my-growth-path

Skráning á námskeið fer fram í gegnum netfangið: namskeidhb@vmst.is

Mikilvægt er að fram komi heiti námskeiðs, nafn og kennitala þátttakanda.

Understanding ADHD webinar

For English speaking adults

Webinar – zoom

Course registration is made by email namskeidhb@vmst.is. It is important to write the name of the course, name and ID number of the participant.

Further informartion about this course: https://www.adhd.is/                                                                  


Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni