Styrkur til fræðslu

Ert þú fræðsluaðili sem brennur fyrir nýjungum í starfstengdu námi?

Opnað hefur verið fyrir umsóknir úr þróunarsjóði atvinnu og menntunar fyrir styrki til þróunar og kennslu hagnýts
og starfstengds náms sem nýst getur atvinnuleitendum til endurmenntunar eða til kynningar á nýju starfssviði.

Umsóknarfrestur er til 22. nóvember 2021.

Umsókn um styrk úr þróunarsjóði atvinnu og menntunar

Markmið:

Að bæta stöðu atvinnuleitenda á vinnumarkaði og auðvelda þeim að mæta nýjum aðstæðum og þörfum í atvinnulífinu.
Að þróa nýjungar í námi og kennsluaðferðum, sem og mati á fyrri reynslu og námi, þ.m.t. raunfærnimati.

Fræðsla fyrir hverja:

Atvinnuleitendur sem hafa verið 12 mánuði eða lengur
hjá Vinnumálastofnun.

Lögð er áhersla á:

  • Starfs – og tækninám
  • Stafræna og græna hæfni
  • Starfstengdan tungumálastuðningAð námið sé starfstengt og hluti þess sé vinnustaðaþjálfun

Hverjir geta sótt um:

Fyrirtæki eða stofnanir sem geta tryggt atvinnuleitendum starfsþjálfun í samstarfi við viðurkenndan fræðsluaðila.

Viðurkenndur fræðsluaðili sem býður upp á nám í samstarfi við fyrirtæki eða stofnun.

Einyrkjar eða fræðslusjóðir samtaka launamanna og atvinnurekenda í samstarfi við fyrirtæki eða stofnun og fræðsluaðila.


Nánari upplýsingar um verkefnið:

Viltu vita meira?

Kröfur til umsækjenda Úthlutunarreglur
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni