Atvinnurekandi - stuðningur vegna greiðslu til launa

Tímabundinn stuðningur til greiðslu launa starfsfólks á almennum vinnumarkaði vegna  náttúruhamfara í Grindavíkurbæ

Spurt og svarað

Réttur til stuðnings


1. Hverjir eiga rétt á stuðningi til greiðslu launa?

Atvinnurekendur sem hafa greitt starfsfólki laun sem ekki geta sinnt störfum sínum á starfsstöð í Grindavíkurbæ vegna náttúruhamfara.


Skilyrði


1. Hver eru skilyrði fyrir stuðningi til atvinnurekanda vegna starfsfólks?

Skilyrði fyrir greiðslum eru:

 • Að starfsfólk geti ekki sinnt störfum sínum á starfsstöð atvinnurekanda Í Grindavíkurbæ.
 • Að atvinnurekandi greiði starfsfólki laun sem getur ekki sinnt starfi sínu í Grindavíkurbæ.
 • Að fyrirtækið sé á almennun vinnumarkaði.

2. Þarf starfsfólk að eiga lögheimili í Grindavíkurbæ til að eiga rétt á þessum greiðslum?

Nei skilyrði fyrir greiðslum er að starfsmaður hafi stundað vinnu á starfsstöð í Grindavík en ekki að hann eigi fasta búsetu þar.

3. Eiga atvinnurekendur rétt á greiðslum ef þeir eru með starfsfólk á ráðningarstyrk?

Eiga atvinnurekendur rétt á greiðslum ef þeir eru með starfsfólk á ráðningarstyrk?


Umsóknir


1. Hvar sækja atvinnurekendur um stuðning til greiðslu launa vegna náttúruhamfara í Grindavíkurbæ?

Atvinnurkendendur sækja um greiðslu í gegnum Mínar síður Atvinnurekenda. Mínar síður

1. Hvaða gögnum þarf að skila?

Ef Vinnumálastofnun telur að þau þurfa gögn þá verður haft samband.

3. Hvenær geta atvinnurekendur sótt um stuðning til greiðslu launa

Atvinnurekendur geta sótt um stuðning til greiðslu launa til og með  30. september 2024.


Greiðslur


1. Hverjar eru upphæðir greiðslna?

 • Greiðslur fara eftir þem launum sem atvinnurekandi greiðir til starfsmanns en geta aldrei verið hærri en 633.000 kr. miðað við heilan almanaksmánuð.
 • Auk þess greiðir Vinnumálastofnun 11,5% af þeirri fjárhæð til atvinnurekanda vegna mótframlags atvinnurekandans í lífeyrissjóð.
 • Atvinnurekendur greiða svo mismun til sinna starfsmanna þar sem laun eru hærri en greiðsla Vinnumálastofnunar nemur.

3. Hvað ef atvinnurekandi þurfti að leggja niður störf þann 11. nóvember?

 • Ef atvinnurekandi þurfti að leggja niður störf stafsmanna sinna 11. nóvember á atvinnurekandi rétt á greiðslu sem nemur 67% af launagreiðslum þann mánuðinn (10/30=33%).
 • Dæmi: Atvinnurekandi greiðir starfmsanni 500.000 kr. í laun fyrir allan nóvembermánuð þá nemur greiðsla til atvinnurekanda 333.330 kr. auk 11,5 % af þeirri fjárhæð í vegna mótframlags atvinnurekandans í lífeyrissjóðs (500.000 * 0,67).

3. Mega atvinnurkendur greiða sér arð til að eiga rétt á þessum launagreiðslum?

Atvinnurekendur geta alltaf greitt sér arð. En ef það kemur til úthlutunar greiðslu arðs hjá atvinnurekanda á tímabilinu 1. mars 2024 til og með 28. febrúar 2025 þarf atvinnurekandi að endurgreiða til Vinnumálastofnunar umræddann stuðning áður en arður er úthlutaður.


Hafa samband

 • Hægt er að senda fyrirspurnir  á netfangið studningur@vmst.is.
 • Símatímar:þjónustuvers vegna stuðnings til greiðslu launa er: mánudaga til fimmtudaga milli kl. 9-11, í síma 531 7141.
 • Einnig verður hægt að fá ráðgjöf og upplýsingar í Þjónustumiðstöð Grindavíkur í Tollhúsinu.
 • Þá getur Snjallmennið Vinny  svarað spurningum varðandi stuðning til greiðslu launa. Vinny

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni