pageicon

Upplýsingar vegna COVID - 19

Þessi síða er í vinnslu.

Alþingi hefur samþykkt frumvarp félags- og barnamálaráðherra, um rétt til greiðslu at­vinnuleysisbóta samhliða minnkuðu starfshlutfalli vegna tímabundins samdráttar í starf­semi vinnuveitenda. Enn fremur hefur Alþingi samþykkt lög um tímabundnar greiðslur vegna launa einstaklinga sem sæta sóttkví samkvæmt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda án þess að vera sýktir

Nú er búið að opna fyrir umsóknir um minnkað starfshlutfall.

Sótt er um í gegnum mínar síður hjá Vinnumálastofnun. 

Launafólk fer inn á mínar síður atvinnuleitenda  

Atvinnurekendur á mínar síður atvinnurekanda. 

Athugið að það er mjög áríðandi að öllum gögnum sé skilað rafrænt  í gegnum  mínar síður Vinnumálastofnunar.

Smelltu hér til að  nálgast allar nánari upplýsingar um umsóknarferli minnkaðs starfsfhlutfalls.

Minnkað starfshlutfall launamanna:

Komist atvinnurekandi og launamaður að samkomulagi um minnkað starfshlutfall tímabundið getur launamaður sótt um atvinnuleysisbætur á móti hinu minnkaða starfshlutfalli. Undir flipanum minnkað starfshlutfall hér að neðan má nálgast frekari upplýsingar um úrræðið.

Umsóknir um minnkað starfshlutfall munu gilda afturvirkt frá þeim degi sem starfshlutfall var minnkað, allt aftur til 15. mars 2020. Lögin gilda til 1. júní 2020.

Sjálfstætt starfandi einstaklingar:

Samkvæmt lagabreytingunni þurfa sjálfstætt starfandi einstaklingar ekki að stöðva starfsemi til þess að eiga rétt til atvinnuleysisbóta heldur eingöngu að tilkynna skattayfirvöldum um samdrátt í rekstri (eyðublað RSK 5.02). Sækir sjálfstætt starfandi einstaklingur um hefðbundnar atvinnuleysisbætur og fær greiddar atvinnuleysisbætur á grundvelli áunnina réttinda sinna.

Sækir sjálfstætt starfandi einstaklingur um atvinnuleysisbætur í gegnum mínar síður atvinnuleitanda hjá Vinnumálastofnun.

Greiðslur í sóttkví:

Lög um greiðslur í sóttkví hafa verið samþykkt á Alþingi. Vinnumálastofnun vinnur að því að koma betri upplýsingum á vefinn vegna þeirra. Þar til bendum við á vef stjórnarráðsins: https://www.stjornarradid.is/default.aspx?pageid=5019e212-3ce9-491e-aaaf-7d8617cfab77#Tab1

Unnið er að tæknilegum lausnum vegna greiðslna í sóttkví. Um leið og það ferli skýrist nánar og lausnirnar verða tilbúnar mun Vinnumálastofnun birta tilkynningar þess efnis á vef stofnunarinnar.

Hér verður hægt að nálgast upplýsinar vegna minnkað starfshlutfalls

Hér eru upplýsingar vegna sjálfstætt starfandi.

Hér er hægt að nálgast helsu spurningar og svör vegna COVID-19 veirunnar 

Hér verður hægt að nálgast upplýsingar til atvinnurekanda vegna greiðslna í sóttkví

hér er hægt reikna út laun í minnkuðu starfshlutfalli.

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.