EURES - Evrópsk vinnumiðlun

EURES (European Employment Services) er samstarfsvettvangur opinberra vinnumiðlana milli ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu og er starfrækt í 31 landi í Evrópu. EURES var sett á fót árið 1994 af framkvæmdarstjórn ESB sem hefur yfirumsjón með starfseminni. Markmið EURES er að stuðla að auknum hreyfanleika vinnandi fólks á milli landa og bregðast við staðbundnum sveiflum á vinnumarkaði. Um 900 EURES ráðgjafar eru starfandi í Evrópu og miðla þeir upplýsingum um starfsemi EURES. Haldið er úti öflugri vefgátt sem veitir upplýsingar um allt er viðkemur starfsemi EURES í Evrópu auk þess sem flest lönd halda einnig úti sínum eigin heimasíðum. Á Íslandi má nálgast upplýsingar á heimasíðunni  með því að skoða vefgátt EURES www.eures.europa.eu sem er aðgengileg á 26 tungumálum, þar með talið íslensku.

Báðar heimasíður veita upplýsingar um störf í boði erlendis, auk þess sem þar má finna góð ráð fyrir atvinnuleitendur sem vilja komast út á erlendan vinnumarkað. Vefgátt EURES veitir upplýsingar um starfs- og lífsskilyrði og ástandið á vinnumarkaði í hverju landi fyrir sig auk þess að miðla upplýsingum um alla viðburði EURES í Evrópu. Þar er einnig hægt að fá upplýsingar um starfandi EURES ráðgjafa í hverju landi og er jafnframt boðið upp á netspjall við ráðgjafa í ákveðnum löndum.  

Hægt að panta viðtal eða senda fyrirspurn á netfangið: eures@vmst.is

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni