Ábyrgðasjóður launa ábyrgist greiðslu á kröfum um vangoldin laun, bætur vegna slita á ráðningarsamningi, orlof, bætur vegna vinnuslysa og lífeyrissjóðsiðgjöld í bú vinnuveitanda sem hefur staðfestu og rekur starfsemi hér á landi. 

 

Ábyrgð sjóðsins er háð því skilyrði að kröfurnar hafi verið viðurkenndar sem forgangskröfur skv. lögum um gjaldþrotaskipti.

 

Ábyrgðasjóður launa er starfræktur skv. lögum nr. 88/2003. Ábyrgðasjóðurinn lýtur þriggja manna stjórn sem skipuð er af ráðherra til fjögurra ára í senn samkvæmt tilnefningu Alþýðusambands Íslands, Samtaka atvinnulífsins. Vinnumálastofnun annast daglega umsýslu fyrir sjóðinn. Ársreikningar sjóðsins eru endurskoðaðir af Ríkisendurskoðun og birtir í B-deild Stjórnartíðinda.


Stjórn Ábyrgðasjóðs launa

Aðalmenn

Þórey Anna Matthíasdóttir, án tilnefningar, formaður

Halldór Oddsson, tiln. af Alþýðusambandi Íslands

Ingibjörg Björnsdóttir, tiln. af Samtökum atvinnulífsins

Varamenn

Magnús M. Norðdahl, tiln. af Alþýðusambandi Íslands

Kristín Þóra Harðardóttir, tiln. af Samtökum atvinnulífsins


Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni