Ýmis námskeið


Ferilskrá

Góð ferilskrá er eitt besta verkfærið í atvinnuleitinni. Í þessari vinnustofu verður farið yfir helstu atriðin sem mikilvægt er að hafa í huga þegar ferilskrá er gerð.

Kennslan fer þannig fram að fyrst er stuttur kynningarfyrirlestur á netinu og síðan er boðið upp á viðtal við ráðgjafa í gegnum Teams eða í síma til að veita persónulega aðstoð við vinnu og frágang ferilskrárinnar.

Tímasetning síðar.

Þar sem námskeiðið er kennt í streymi á netinu er þátttaka óháð búsetu.

Nánari upplýsingar og skráning í tölvupósti hjá Vinnumálastofnun Norðurlandi vestra  á netfangið nordurland.vestra@vmst.is  Mikilvægt er að þar komi fram heiti námskeiðs, nafn og kennitala þátttakanda. 

Uppleið – Nám byggt á hugrænni atferlismeðferð (HAM)

Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja læra að takast á við hamlandi líðan með því að nýta sér aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar (HAM í daglegu lífi). 

Námið er bæði bóklegt og verklegt, kennt í formi fyrirlestra, umræða og verkefnavinnu í kennslustundum auk vinnu án leiðbeinanda.  Ýmis verkefni eru unnin í heimanámi til að stuðla að því að þátttakendur tileinki sér aðferðir HAM. 

Námið er samtals 40 klukkustundir og verður kennt tvisvar í viku á dagtíma í streymi á netinu.

Tímabil:  1.febrúar-11.mars 2022.

Takmarkaður fjöldi þátttakenda er í þessu námskeiði þannig fyrstur kemur - fyrstur fær.

Nánari upplýsingar og skráning í tölvupósti hjá Vinnumálastofnun Norðurlandi vestra á netfangið nordurland.vestra@vmst.is  Mikilvægt er að þar komi fram heiti námskeiðs, nafn og kennitala þátttakanda. 

Stökkpallur – Kennt á íslensku

Stökkpallur er nám á 1. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til framhaldsskólaeininga. Það er ætlað þeim sem horfið hafa frá námi og/eða eru án atvinnu.

Markmið námsins er að auka starfshæfni námsmanna og gera þá meðvitaðri um eigin styrkleika.

Námið er samtals 100 klukkustundir (af 180 klst skv. námsskrá). Kenn verður á dagtíma í streymi á netinu. Þátttaka er því óháð búsetu.

Umsjón: Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi.

Nánari tímasetning síðar.

Upplýsingar og skráning í tölvupósti hjá Vinnumálastofnun Norðurlandi vestra á netfangið nordurland.vestra@vmst.is  Mikilvægt er að þar komi fram heiti námskeiðs, nafn og kennitala þátttakanda

Stökkpallur - kennt á ensku/Springboard – taught in English

Springboard (Stökkpallur) is a study course at the 1st competence level of Icelandic education, which can be accredited for uper secondary school credits. It is intened for those who have not completed their secondary studies and / or are unemployed.

The aim of the course is to increase students' work ability and make them more aware of their own strengths.

The course is a total of 100 hours (of 180 hours according to the curriculum). It will be taught during the day and will be streamed online. Participation is therefore regardless of place of residence.

Supervision: The Lifelong Learning Center in Western Iceland (Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi)

Further information regarding the dates will be sent later.

Further information can be obtained and registrations are made via email to The Directorate of Labour in North West Iceland nordurland.vestra@vmst.is. Please be sure to state the name of the course and the name and ID number of the participant.

Stokkpallur – kurs „Odskocznia” nauczany po polsku

Stökkpallur jest to kurs pierwszego stopnia podstawy programowej opracowanej dla systemu podnoszenia kompetencji w edukacji islandzkiej. Zaliczenie tego kursu daje uczestnikom punkty, które mogą być wliczone do punktów wymaganych do zaliczenia szkoły średniej. Kurs ten adresowany jest do tych którzy pragną kontynuować swoją edukację i/lub  osób bezrobotnych.

Celem kursu jest podnoszenie szeroko pojętych kwalifikacji uczestników kursu i pomoc w odkrywaniu przez nich swoich mocnych stron.

Program kursu obejmuje łącznie 100 godzin (ze 180 godzin wg. podstawy programowej) Zajęcia odbywać się będą zdalnie w trybie dziennym za pomocą platformy internetowej. W związku z czym w kursie uczestniczyć mogą wszyscy, niezależnie od miejsca zamieszkania.

Nadzór na kursem: Centrum Szkolenia Ustawicznego Zachodniej Islandii (Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi)

Szczegółowy plan zajęć dostarczony zostanie w późniejszym terminie.

Zgłoszenia na kurs oraz zapytania odnośnie dodatkowych informacji dokonywać można drogą mailową w  Vinnumálastofnun Norðurlandi vestra pod adresem: nordurland.vestra@vmst.is Ważne jest by w wiadomości podać nazwę kursu, imię i nazwisko oraz kennitala uczestnika kursu.

Færni í ferðaþjónustu 1 – Rafrænt námskeið

Færni í ferðaþjónustu I er ætlað þeim sem starfa eða hafa hug á að starfa í ferðaþjónustu og vilja efla færni sína í að takast á við fjölbreytt úrlausnarefni í því starfi.

Náminu er ætlað að efla persónulega, faglega og almenna færni til að veita gæðaþjónustu og takast á við fjölbreytt úrlausnarefni í ferðaþjónustu. Í því felst að efla jákvætt viðhorf til starfsins, til eigin færni og til starfsgreinarinnar. Að námi loknu eiga þátttakendur að hafa betri forsendur til að taka að sér flóknari verkefni, vera sjálfstæðir í starfi og færari um að vera ábyrgð á eigin símenntun.

Námið er 60 kennslustundir.

Kennt verður á dagtíma í streymi á netinu. Þátttaka er því óháð búsetu

Umsjón: Farskólinn

Nánari tímasetning síðar

Upplýsingar og skráning í tölvupósti hjá Vinnumálastofnun Norðurlandi vestra á netfagnið nordurland.vestra@vmst.is. Mikilvægt er að þar komi fram heiti námskeiðs, nafn og kennitala þátttakanda.

Skills in tourism 1 – The distant learning course

Skills in tourism 1’ is intended for those who work or are interested in working in tourism and want to strengthen their skills in the sector.

The course is intended to strengthen personal, professional, and general skills to provide quality service and deal with a variety of challenges in tourism. This involves strengthening a positive attitude towards the sector, towards one's own skills and towards the profession. Upon completion of their studies, participants should be better able to take on more complex tasks, be independent in their work and better able to take responsibility for their own further learning.

The course 60 hours.

It will be taught during the day and streamed over the internet. Participation is therefor regardless of place of residence.

Supervision: Farskolinn

Further information regarding the dates will be sent later.

Further information can be obtained and registrations are made via email to The Directorate of Labour in North-West Iceland nordurland.vestra@vmst.is.  Please be sure to state the name of the course and the name and ID number of the participant.

Tölvunám á netinu

Vinnumálastofnun á Norðurlandi vestra í samstarfi við Tölvunám.is býður atvinnuleitendum með staðfestan bótarétt upp á tölvunám á netinu og er það atvinnuleitendum að kostnaðarlausu. 

Opinn aðgangur  - þrír mánuðir

Tölvunám.is er kennsluvefur í tölvunotkun.  Vefurinn hefur að geyma fjölmörg námskeið í notkun skrifstofuhugbúnaðar Microsoft Office og í fleiri vinsælum forritum.   Vefurinn nýtist bæði sem sjálfstæð tölvunámskeið og sem uppfletti- og hjálpartæki. Markmið kennsluvefsins er að notendur geti bjargað sér sjálfir og lært á hugbúnaðinn á eigin spýtur. Vönduð námskeið í Excel, Word, Outlook, PowerPoint ofl. forritum (Office 2013)

Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á netfangið nordurland.vestra@vmst.is  Mikilvægt er að þar komi fram heiti námskeiðs, nafn og kennitala þátttakanda.

Mín líðan – Sálfræðiþjónusta á netinu

Mín líðan býður upp á alhliða sálfræðiþjónustu á netinu.

Boðið er upp á staðlaða hugræna atferlismeðferð (HAM) við einkennum þunglyndis, félagskvíða og lágu sjálfsmati. Öll samskipti við sálfræðing fara fram í gegnum skrifaðan texta.

Árið 2019 bætti Mín líðan þjónustu sína með því að bjóða einnig upp á fjarviðtöl, sem eru myndfundir þar sem hægt er að eiga samskipti við sálfræðing augliti til auglitis með öruggum hætti í gegnum Internetið.

Mín líðan er ný leið í sálfræðiþjónustu á Íslandi og var fyrsta íslenska fjarheilbrigðisþjónustan sem fékk leyfi til reksturs frá Embætti landlæknis.

Ef þú átt staðfestan bótarétt og ert að glíma við vanlíðan getur sótt um að fá tíma hjá sálfræðingi hjá Mín líðan í gegnum Vinnumálastofnun þér að kostnaðarlausu.

Viltu vita meira? 

Hafðu samband við okkur á netfangið nordurland.vestra@vmst.is

Kynningarbréf - Vinnustofa

Kynningarbréfið er ásamt ferilskránni mikilvægt markaðstæki fyrir einstakling í atvinnuleit. Það er notað til að gera grein fyrir ástæðu umsóknar um starf og til að koma til skila upplýsingum sem ekki koma fram í ferilskrá. Það fjallar þó ekki eingöngu um ágæti umsækjandans heldur er meginmarkmið þess að sannfæra þann sem er að ráða í starf hvað umsækjandi getur gert fyrir hann og þannig getur kynningarbréfið opnað leiðina til að komast í atvinnuviðtal.

Kennslan fer fram í fjarnámi á Teams. Fyrirkomulagið á námskeiðinu er þannig að mán. 28.mars er stuttur fyrirlestur á Teams um kynningarbréf og gerð þess. Í framhaldinu vinnur hver og einn drög að sínu kynningarbréfi og sendir kennara til yfirlestrar. Bókað er viðtal við kennara í gegnum Teams eða símleiðis 31.mars og 1.apríl og hann aðstoðar við gerð kynningarbréfsins, sé þess óskað.

Hvetjum áhugasama til að skrá sig sem fyrst því takmarkaður fjöldi þátttakenda er á þetta námskeið. 

Nánari upplýsingar og skráning í tölvupósti hjá Vinnumálastofnun Vesturlandi á netfangið vesturland@vmst.is  í síðasta lagi þri. 22.mars n.k. Mikilvægt er að þar komi fram heiti námskeiðs, nafn og kennitala þátttakanda.

Sterkari starfskraftur - fjarnámskeið

Sterkari starfsmaður er 80 klst. námskeið byggt á námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Tilgangur námsins er að auka þekkingu og hæfni þeirra sem eru á vinnumarkaði. Lögð er áhersla á að þátttakendur fái aukna þekkingu og leikni til að takast á við örar breytingar á vinnumarkaði samfara fjórðu iðnbyltingunni í atvinnulífinu.  Mikil áhersla er lögð á almenna starfshæfni. Kennt er í fjarnámi í gegnum netið (Teams) í rauntíma.

Helstu efnisþættir eru:

  • Sjálfsstyrking og starfsþróun – samskipti – samvinna - starfsþróun
  • Umhverfi og menning – samskipti og vinnusiðferði
  • Lausnaleit og skapandi nálgun – sköpun - frumkvæði
  • Notkun og framsetning upplýsinga – söfnun og úrvinnsla
  • Öflug liðsheild – að vinna undir álagi – vellíðan

Námskeiðið hefst mán. 6. nóvember og því lýkur mán. 11. Desember n.k.  Kennsla frá kl.09:00 -12:00 alla virka daga, samtals í fimm vikur.

Umsjón:  Farskólinn, miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra.

Nánari upplýsingar og skráning í tölvupósti hjá Vinnumálastofnun á netfangið nordurland.vestra@vmst.is   Mikilvægt er að þar komi fram heiti námskeiðs, nafn og kennitala þátttakanda.  


Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni