Tölvunám á netinu
Vinnumálastofnun Vesturlandi í samstarfi við Tölvunám.is býður atvinnuleitendum með staðfestan bótarétt upp á tölvunám á netinu og er það atvinnuleitendum að kostnaðarlausu.
Opinn aðgangur - þrír mánuðir
Tölvunám.is er kennsluvefur í tölvunotkun. Vefurinn hefur að geyma fjölmörg námskeið í notkun skrifstofuhugbúnaðar Microsoft Office og í fleiri vinsælum forritum. Vefurinn nýtist bæði sem sjálfstæð tölvunámskeið og sem uppfletti- og hjálpartæki. Markmið kennsluvefsins er að notendur geti bjargað sér sjálfir og lært á hugbúnaðinn á eigin spýtur. Vönduð námskeið í Exel, Word, Outlook, PowerPoint ofl. forritum (Office 2013)
Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á netfangið vesturland@vmst.is Mikilvægt er að þar komi fram heiti námskeiðs, nafn og kennitala þátttakanda.
Ferilskrá - fjarnámskeið
Góð ferilskrá er eitt besta verkfærið í atvinnuleitinni. Í þessari vinnustofu verður farið yfir helstu atriðin sem mikilvægt er að hafa í huga þegar ferilskrá er gerð.
Kennslan fer þannig fram að fyrst er stuttur kynningarfyrirlestur á netinu og síðan er boðið upp á viðtal við ráðgjafa í gegnum Teams eða í síma til að veita persónulega aðstoð við vinnu og frágang ferilskrárinnar.
Nánari tímasetning síðar. Þar sem námskeiðið er kennt í streymi á netinu er þátttaka óháð búsetu.
Fyrirhugað er að bjóða einnig upp á námskeið í ferilskrárgerð í nóvember fyrir pólskumælandi atvinnuleitendur.
Nánari upplýsingar og skráning í tölvupósti hjá Vinnumálastofnun Vesturlandi á netfangið vesturland@vmst.is Mikilvægt er að þar komi fram heiti námskeiðs, nafn og kennitala þátttakanda.
Mín líðan – Sálfræðiþjónusta á netinu
Mín líðan býður upp á alhliða sálfræðiþjónustu á netinu.
Boðið er upp á staðlaða hugræna atferlismeðferð (HAM) við einkennum þunglyndis, félagskvíða og lágu sjálfsmati. Öll samskipti við sálfræðing fara fram í gegnum skrifaðan texta.
Árið 2019 bætti Mín líðan þjónustu sína með því að bjóða einnig upp á fjarviðtöl, sem eru myndfundir þar sem hægt er að eiga samskipti við sálfræðing augliti til auglitis með öruggum hætti í gegnum Internetið.
Mín líðan er ný leið í sálfræðiþjónustu á Íslandi og var fyrsta íslenska fjarheilbrigðisþjónustan sem fékk leyfi til reksturs frá Embætti landlæknis.
Ef þú átt staðfestan bótarétt og ert að glíma við vanlíðan getur sótt um að fá tíma hjá sálfræðingi hjá Mín líðan í gegnum Vinnumálastofnun þér að kostnaðarlausu.
Viltu vita meira?
Hafðu samband við okkur á netfangið vesturland@vmst.is
Stafræn hæfni á vinnumarkaði - Fjarnámskeið
Vinnuumhverfi samtímans gerir sífellt meiri kröfur um stafræna hæfni starfsmanna. Í heimi þar sem tæknibreytingar eru örar verður þörfin á að fólk uppfæri tölvufærni sína og tæknilæsi sífellt meiri.
Á þessu námskeiði munum við skoða hvað hefur verið að gerast í heimi upplýsingatækninnar undanfarin ár. Við munum skoða hvernig vinnuumhverfi nútímans lítur út, og kynnast þeim tólum og tækjum sem fyrirtæki eru að nýta sér í dag.
Námskeiðið er sniðið að þörfum þess hóps sem er vanur að vinna við tölvu en hefur verið utan vinnumarkaðar í einhvern tíma. Markmiðið er að þeir sem námskeiðið sitji öðlist aukna trú á eigin getu við vinnu í stafrænu umhverfi, geti þannig haldið í við nýjungar í tækniheiminum og eigi auðveldara með að aðlagast breyttu vinnuumhverfi þegar þeir koma aftur út á vinnumarkaðinn.
Námskeiðið skiptist í tvær 3 klst. lotur, samtals 6 klukkustundir og er kennt í fjarnámi þannig að það hentar fyrir alla óháð búsetu.
Nánari tímasetning síðar.
Stökkpallur - fjarnámskeið - Kennt á íslensku og pólsku
Stökkpallur er nám á 1. þrepi hæfniramma um íslenska menntun, sem mögulegt er að meta til 10 framhaldsskólaeininga. Það er ætlað þeim sem horfið hafa frá námi og/eða eru án atvinnu.
Markmið námsins er að auka starfshæfni námsmanna og gera þá meðvitaðri um eigin styrkleika.
Námið verður kennt á dagtíma í streymi á netinu þannig að þátttaka er óháð búsetu.
Umsjón: Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi.
Námskeiðið á íslensku: 2.okt.-10.nóv. kl. 8.30-12.30 alla virka daga.
Námskeiðið á pólsku: 9.okt.-17.nóv. kl. 8.30-12.30 alla virka daga.
Nánari upplýsingar um námsefnið: Námskrá Stökkpallur (frae.is)
Nánari upplýsingar og skráning í tölvupósti hjá Vinnumálastofnun Vesturlandi á netfangið vesturland@vmst.is Mikilvægt er að þar komi fram heiti námskeiðs, nafn og kennitala þátttakanda.