Námsmenn eru ekki tryggðir samkvæmt lögum um atvinnuleysistryggingar nr. 54/2006 nema þegar námið telst vera námsúrræði og er hluti vinnumarkaðsaðgerða skv. ákvörðun Vinnumálastofnunar. Atvinnuleitanda ber að hafa samráð við ráðgjafa Vinnumálastofnunar um val á starfstengdu námi eftir að færni hans og staða hefur verið metin.

Greina má á milli tveggja námsúrræða:

Námskeið

 • Skyldunámskeið: Námskeið sem Vinnumálastofnun skipuleggur og býður atvinnuleitendum og er liður í skylduvirkni laga um atvinnuleysistryggingar (skyldunámskeið). Öll námskeið sem Vinnumálastofnun skipuleggur eru greidd að fullu af stofnuninni. 
 • Valnámskeið: Atvinnuleitendur geta óskað eftir að taka þátt í ákveðnum valnámskeiðum að eigin frumkvæði. Vegna þeirra býðst atvinnuleitendum að sækja um námsstyrk til stofnunarinnar.

Hér er  hægt að nálgast nánari upplýsingar um námskeiðin.

Námssamningar:

Atvinnuleitendur geta að eigin frumkvæði sótt um heimild til að stunda nám samhliða greiðslum atvinnuleysisbóta. Svo slík heimild yrði veitt þarf námið að vera skilgreint er sem vinnumarkaðsúrræði skv. reglugerð nr. 1223/2015 og ákveðin skilyrði þurfa að vera uppfyllt. Vegna slíks náms er ýmist gerður námssamningur 1 eða námssamningur 2. Um er að ræða eftirtalið nám:  

 1. Nám sem haldið er samkvæmt námsskrá sem Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur viðurkennt.
 2. Nám sem haldið er á vegum fræðslustofnana atvinnulífsins
 3. Önnur námskeið en þau sem talin eru í lið 1 og 2, og haldin eru á vegum Símenntunarmiðstöðva
 4. Námskeið sem haldin eru á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands
 5. Námskeið/nám sem ekki verður metið til eininga og fram fer á vegum endurmenntunar-stofnana á háskólastigi.
 6. Nám á námsbrautum á framhaldsskólastigi sem getur leitt til framhaldsskólaprófs, nám á verk- og starfsnámsbrautum á framhaldsskólastigi og frumgreinanám sem fram fer á forsendum framhaldsfræðslu þannig að námið og uppbygging þess tekur mið af og er sniðið að þörfum fólks sem hefur verið þátttakandi á vinnumarkaði.
 7. Námskeið á vegum endurhæfingarmiðstöðva
 8. Önnur námskeið sem eru líkleg til að styrkja fólk á vinnumarkaði að mati ráðgjafa Vinnumálastofnunar.
 9. Nám sem fram fer á námsbrautum í kvöldskóla og/eða fjarnámi og telst einungis vera þriðjungur eða minna en þriðjungur af fullu námi en getur leitt til stúdentsprófs.
 10. Smelltu hér til að sækja námssamning

Háskólanám:

Atvinnuleitanda er heimilt að stunda að hámarki 12 ECTS háskólaeiningum á námsönn. Um það ber að tilkynna til Vinnumálastofnunar og er þá gerður námssamningur 3.

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

, má bjóða þér að prófa að spjalla við Vinný, nýtt snjallmenni Vinnumálastofnunar?
Vinný snjallmenni