Laus störf hjá Vinnumálastofnun


Félagsráðgjafi

Vinnumálastofnun óskar eftir að ráða félagsráðgjafa í þjónustuteymi fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Um er að ræða ráðgjöf til umsækjenda um alþjóðlega vernd, annars vegar á höfuðborgarsvæðinu og hins vegar í Reykjanesbæ. Viðkomandi mun vinna að uppbyggingu og framkvæmd þjónustunnar. Starfið felur í sér víðtæka félagsráðgjöf fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd ásamt samstarfi við aðila sem sinna þeim málaflokki.

Leitað er eftir einstaklingi sem á auðvelt með að tileinka sér gildi Vinnumálastofnunar; Fyrirmyndarþjónusta; Virðing; Áreiðanleiki.

Um er að ræða tímabundið starf til 12 mánaða.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Félagsráðgjöf til umsækjenda um alþjóðlega vernd.
  • Upplýsingagjöf um réttindi við og eftir veitingu alþjóðlegrar verndar.
  • Hafa samskipti við:
    • Stofnanir og aðila sem koma að málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd.
    • Barnaverndir sveitarfélaga.
    • Félagsþjónustur sveitarfélaga.
 

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Starfsleyfi félagsráðgjafa.
  • Góð kunnátta í íslensku og ensku.
  • Reynsla af vinnu með fólki af ólíkum menningaruppruna er æskileg.
  • Reynsla af vinnu með flóttamönnum, í félagsþjónustu sveitarfélaga og við barnavernd er kostur.
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Samskipti og skipulagshæfni.
  • Kostur ef viðkomandi talar arabísku, spænsku og/eða úkraínsku.
  • Bílpróf.
Auglýsing birt2. október 2024
Umsóknarfrestur16. október 2024

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni