Laus störf hjá Vinnumálastofnun
Vinnumálastofnun - Ráðgjafi í flóttamannadeild
Vinnumálastofnun auglýsir laust til umsóknar starf ráðgjafa í flóttamannadeild. Starfið heyrir undir ráðgjafar-og vinnumiðlunarsvið. Leitað er að áhugasömum, jákvæðum og drífandi einstaklingi sem á auðvelt með samskipti og hefur áhuga á þjónusta fólk af erlendum uppruna.
Leitað er eftir einstaklingi sem á auðvelt með að tileinka sér gildi Vinnumálastofnunar: Fyrirmyndarþjónusta; Virðing; Áreiðanleiki. Einnig þarf viðkomandi starfsmaður að vera tilbúinn að takast á við krefjandi verkefni og búa yfir ríkri samskipta- og skipulagshæfni.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Aðstoða flóttamenn í atvinnuleit
- Ráðgjöf og reglubundin samskipti við flóttamenn og tímabundin eftirfylgni eftir að þeir eru komnir í starf
- Aðstoða við að skrá einstaklinga á námskeið og leiðbeina við gerð ferilskrár
- Koma á og viðhalda tengslum við fyrirtæki sem ráða flóttamenn í störf
- Samskipti við ýmsa samstarfs- og hagsmunaaðila s.s. félagsþjónustu sveitarfélaga, stéttarfélög, námskeiðshaldara o.fl.
Hæfniskröfur
- Háskólapróf sem nýtist í starfi
- Góð samskipta- og skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Góð íslensku- og enskukunnátta. Kunnátta í öðrum tungumálum kostur t.d. arabísku, spænsku, farsí o.fl.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og hafa gert.
Nánari upplýsingar veitir Guðlaug H. Pétursdóttir deildarstjóri flóttamannadeildar: gudlaug.h.petursdottir@vmst.is eða í síma 515-4800
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 07.03.2022
Eingöngu er hægt að sækja um starfið á vef Starfatorgs : www.starfatorg.is