Laus störf hjá Vinnumálastofnun
Félagsráðgjafi
Vinnumálastofnun óskar eftir að ráða félagsráðgjafa í þjónustuteymi fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Um er að ræða ráðgjöf til umsækjenda um alþjóðlega vernd, annars vegar á höfuðborgarsvæðinu og hins vegar í Reykjanesbæ. Viðkomandi mun vinna að uppbyggingu og framkvæmd þjónustunnar. Starfið felur í sér víðtæka félagsráðgjöf fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd ásamt samstarfi við aðila sem sinna þeim málaflokki.
Leitað er eftir einstaklingi sem á auðvelt með að tileinka sér gildi Vinnumálastofnunar; Fyrirmyndarþjónusta; Virðing; Áreiðanleiki.
Um er að ræða tímabundið starf til 12 mánaða.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Félagsráðgjöf til umsækjenda um alþjóðlega vernd.
- Upplýsingagjöf um réttindi við og eftir veitingu alþjóðlegrar verndar.
- Hafa samskipti við:
- Stofnanir og aðila sem koma að málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd.
- Barnaverndir sveitarfélaga.
- Félagsþjónustur sveitarfélaga.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Starfsleyfi félagsráðgjafa.
- Góð kunnátta í íslensku og ensku.
- Reynsla af vinnu með fólki af ólíkum menningaruppruna er æskileg.
- Reynsla af vinnu með flóttamönnum, í félagsþjónustu sveitarfélaga og við barnavernd er kostur.
- Sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Samskipti og skipulagshæfni.
- Kostur ef viðkomandi talar arabísku, spænsku og/eða úkraínsku.
- Bílpróf.