Laus störf hjá Vinnumálastofnun

Vinnumálastofnun – Ráðgjafi á Akureyri.

Vinnumálastofnun óskar eftir að ráða ráðgjafa á þjónustuskrifstofuna á Akureyri.  Ráðgjafi þjónustar atvinnuleitendur og atvinnurekendur með það að markmiði að vinna gegn atvinnuleysi.  Í starfi sínu þarf ráðgjafi að geta beitt fjölbreyttum aðferðum og myndað tengsl við ólíka aðila til að vinna að hagsmunum atvinnuleitenda og atvinnulífs.

Leitað er eftir einstaklingi sem á auðvellt með að tileinka sér gildi Vinnumálastofnunnar: Fyrirmyndarþjónusta; Virðing; Áreiðanleiki.  Einnig þarf viðkomandi starfsmaður að  vera tilbúinn að takast á við krefjandi verkefni og búa yfir ríkri samskipta- og skipulagshæfni. 

Helstu verkefni:

 • Almenn ráðgjöf og vinnumiðlun.
 • Ráðgjöf og vinnumiðlun við fólk með skerta starfsgetu.
 • Ráðgjöf við náms- og starfsval.
 • Skráningar og upplýsingamiðlun.
 • Kynningar, starfsleitarfundir og námskeið.
 • Koma á og viðhalda tengslum við fyrirtæki.
 • Koma á og viðhalda tengslum við ólíka samstarfs- og hagsmunaaðila.

Menntunar- og hæfnikröfur:

 • Háskólapróf sem nýtist í starfi s.s. á sviði náms- og starfsráðgjafar, félagsráðgjafar, eða önnur menntun á félagssviði.
 • Reynsla af ráðgjöf og vinnumiðlun.
 • Samskipta- og skipulagshæfni.
 • Þekking af atvinnulífi svæðisins er æskileg.

Umsóknarfrestur er til og með 31. janúar.   Sækja skal um starfið á Starfatorgi: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/laus-storf-a-starfatorgi/laust-starf/2020/01/09/Radgjafi-Akureyri/ 

Laun eru samkvæmt stofnanasamningi Vinnumálastofnunar og viðkomandi stéttarfélags.

Nánari upplýsingar veita:  Soffía Gísladóttir, forstöðumaður  og Vilmar Pétursson mannauðsstjóri í síma 515 4800 eða með fyrirspurn á netföngin soffia.gisladottir@vmst.is; vilmar.petursson@vmst.is

Vinnumálastofnun – fulltrúi í framlínuþjónustu

Vinnumálastofnun leitar að öflugum starfsmanni í áhugavert og fjölbreytt starf á þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum.

Leitað er eftir einstaklingi sem á auðvelt með að tileinka sér gildi Vinnumálastofnunnar: Fyrirmyndarþjónusta; Virðing; Áreiðanleiki. 

Umsækjendur þurfa að hafa framúrskarandi samskiptafærni, áhuga á velferðarmálum og reynslu af almennum skrifstofustörfum.

Verkefni og ábyrgð:

 • Samskipti við viðskiptavini í afgreiðslu, síma og tölvupósti.
 • Aðstoð við umsóknir
 • Móttaka og upplýsingagjöf.
 • Samskipti og upplýsingagjöf til samstarfsmanna á öðrum sviðum.
 • Aðstoð við sérfræðinga á þjónustuskrifstofunni

Hæfnikröfur:

 • Menntun sem nýtist í starfi.
 • Góð þjónustulund og mikil færni í mannlegum samskiptum.
 • Góð almenn tölvukunnátta skilyrði.
 • Gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli.
 • Pólskukunnátta er æskileg.
 • Reynsla af sambærilegu starfi æskileg.

Vinnutími er frá kl 8:00-16:00

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Við hvetjum karla jafnt sem konur um að sækja um starfið og það er kostur ef viðkomandi talar pólsku auk íslensku.

Sækja skal um starfið á Starfatorgi:

https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/laus-storf-a-starfatorgi/laust-starf/2020/01/21/Fulltrui-i-framlinuthjonustu/

Umsóknarfrestur er til og með 4. febrúar 2020

Nánari upplýsingar um starfið veitir Hildur Jakobína Gísladóttir forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum eða Vilmar Pétursson mannauðsstjóri í gegnum netföngin hildur.gisladottir@vmst.is og vilmar.petursson@vmst.is

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.