Niðurfelling bótaréttar í 40 bótadaga. Segir upp starfi vegna búferlaflutninga. Afturköllun hjá úthlutunarnefnd.
Nr. 40 - 2004

Úthlutunar­nefnd at­vinnu­leysis­bóta nr. 1 fyrir höfuðborgarsvæðið samþykkti á fundi sínum umsókn X um atvinnuleysisbætur.  Með vísan til upplýsinga á vinnuveitandavottorði  um starfslok hennar hjá Y í Stykkishólmi var réttur hennar til atvinnuleysisbóta hins vegar felldur niður í 40 bótadaga í upphafi bótatímabils á grundvelli 4. tölul. 5. gr. laga um at­vinnu­leysis­tryggingar nr. 12/1997, sem kveður á um það að hafi umsækjandi um atvinnuleysisbætur sagt starfi sínu lausu án gildra ástæðna, skuli það varða missi bótaréttar í 40 bótadaga.   X kærði ákvörðun þessa til úrskurðarnefndar atvinnuleysisbóta með bréfi dags. 15. maí.2004.  Í bréfi sínu kvaðst húna hafa haft gilda ástæðu til að segja starfi sínu lausu þar sem hún hafi verið að flytja frá Stykkishólmi til höfuðborgarsvæðisins vegna fjölskylduaðstæðna.  Úthlutunarnefndinni voru sendar skýringar X á starfslokum hennar.  Úthlutunarnefndin tók mál X aftur fyrir á fundi sínum þann 1. júní 2004 og ákvað að fella niður 40 daga bótamissi X þar sem um búferlaflutninga milli landshluta hafi verið að ræða.  Málið var því afturkallað og fellt niður hjá úrskurðarnefnd atvinnuleysisbóta.

 

Til baka

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni