Niðurfelling bótaréttar í 40 bótadaga vegna starfsloka hjá eigin fyrirtæki.
Nr. 31 - 2006

Úrskurður

 

Þann 4. maí 2006 kvað úr­skurð­ar­n­efnd at­vinnu­leysis­bóta upp svohljóðandi úr­skurð í máli nr. 31/2006.

 

Máls­at­vik og kæru­efni

 

1.

Málsatvik eru þau að út­hlutunar­nefnd at­vinnu­leysis­bóta á Norðurlandi eystra samþykkti á fundi sínum sem haldinn var þann 28. febrúar 2006 umsókn X um atvinnuleysisbætur frá 20. janúar 2006.  Jafnframt ákvað nefndin að réttur X til atvinnuleysisbóta skyldi falla niður í 40 bótadaga í upphafi bótatímabils með vísan til 4. tölul. 5. gr. laga nr. 12/1997, um atvinnuleysistryggingar.  Ákvörðun þessi var tekin með vísan til starfsloka hennar hjá S

 

2.

X kærði ákvörðun úthlutunarnefndar til úrskurðarnefndar atvinnuleysisbóta með bréfi dags. 3. mars 2006.   Í bréfinu óskar hún eftir að umsókn hennar verði tekin fyrir aftur og að hún fái greiddar atvinnuleysisbætur frá 1. febrúar 2006.  Ástæðan fyrir því að hún hafi ekki snúið aftur til starfa hjá S í 100% starf hafi verið sú að starfsstúlka hafi verið ráðin í hennar starf þegar hún fór í fæðingarorlof þann 1. febrúar 2005.  Starfsstúlkan hafi verið í starfinu síðan og hafi áhuga á að vera áfram í vinnu hjá þeim til haustsins 2006, en þá fari hún í skóla. Í sumar þurfi að bæta við starfsfólki og þá muni X einnig komast til starfa.  Oft sé erfitt að fá starfsfólk til sumarafleysinga og því hafi ekki verið unnt að segja starfsstúlkunni upp.  

Í gögnum málsins liggur fyrir bréf dags. 17. mars 2006 þar sem fram kemur afstaða úthlutunarnefndar varðandi kæru X til úrskurðarnefndar.  Þar segir að X hafi hafið störf í verulega lækkuðu starfshlutfalli eða 15% eftir fæðingarorlof.  Það hafi verið mat nefndarinnar að fæðingarorlof hafi ekki verið gild ástæða fyrir því að hún hafi ekki getað snúið aftur í fyrra starfshlutfall, þar sem það sé réttur hennar að snúa til sama vinnuhlutfalls og hún hafi haft áður.  Hún sé að auki eigandi og sitji í stjórn fyrirtækisins.  Nefndin hafi talið það óeðlilegt að eigandi fyrirtækis geti þegið atvinnuleysisbætur á sama tíma og hann hefur mann/menn í vinnu.

Samkvæmt fyrirliggjandi útskrift úr Hlutafélagaskrá er X annar eiganda og annar stjórnarmanna S ehf.  Umsókn X um atvinnu og atvinnuleysisbætur hjá svæðisvinnumiðlun er móttekin 1. febrúar 2006.  Samkvæmt útskrift úr Fæðingarorlofssjóði var X í fæðingarorlofi og þáði raungreiðslur úr sjóðnum út janúar 2006.  Í bréfi frá S ehf. frá 22. febrúar 2006 segir að þar sem fyrirtækið sé með þjón í fullu starfi þá sjái það sér ekki fært að taka X aftur inn án þess að segja öðrum upp.  Einnig segir að reiknað sé með að X geti hafið störf með vorinu og að hún sé í 15% starfshlutfalli hjá fyrirtækinu.  Samkvæmt úrskrift frá Ríkisskattstjóra yfir laun X hjá S fyrir fæðingarorlof og launaseðli X hjá fyrirtækinu eftir fæðingarorlof var X með 15% af fyrri launum.

           

 


Niður­staða

 

1.

Sam­kvæmt 4. tölul. 5. gr. laga nr. 12/1997, um at­vinnu­leysis­tryggingar, veldur það missi bóta­réttar í 40 bóta­daga ef um­sækjandi um at­vinnu­leysis­bætur hefur sagt lausu því starfi sem hann hafði án gildra ástæðna.  Ákvæði þetta er skýrt nánar í 7. gr. reglu­gerðar nr. 545/1997, um greiðslu at­vinnu­leysis­bóta, en þar segir eftirfarandi: 

 

 

Ef um­sækjandi um bætur hefur sagt starfi sínu lausu er út­hlutunar­nefnd at­vinnu­leysis­bóta heimilt að ákveða að hann skuli ekki missa rétt til bóta, sbr. 4. tl. 5. gr. laga um at­vinnu­leysis­tryggingar, séu starfs­lok til­komin vegna einhverra eftir­talinna at­vika:

a.         Maki um­sækjanda hafi farið til starfa í öðrum lands­hluta og fjöl­skyldan hefur af þeim sökum þurft að flytja bú­ferlum.

b.         Upp­sögn má rekja til þess að um­sækjandi, að öðru leyti vinnu­fær, hefur af heilsu­fars­á­st­æðum sagt sig frá þeirri vinnu sem hann var í, að því til­skildu að vinnu­veitanda hans hafi mátt vera kunnugt um þessar ást­æður áður en hann lét af störfum. Heimilt er að óska eftir læknis­vott­orði þessu til stað­festingar.

Kjósi út­hlutunar­nefnd að beita heimild 4. tl. 5. gr. laga um at­vinnu­leysis­tryggingar í öðrum til­vikum en að ofan greinir, skal hún til­taka sér­stak­lega í ákvörðun sinni þau at­vik og sjónar­mið sem ákvörðun byggist á.

 

 

 

2.

 

Kærandi starfaði hjá eigin fyrirtæki áður en hún fór í fæðingarorlof.  Kærandi sótti um atvinnuleysisbætur strax að loknu fæðingarorlofi.  Kærandi hóf á sama tíma starf í 15% starfshlutfalli hjá fyrirtækinu.  Að sögn kæranda snéri hún ekki aftur í fullt starf þar sem ráðinn hafi verið annar starfskraftur í hennar stað. Kærandi er þó annar eigandi og stjórnarmaður félagsins.   Að mati úrskurðarnefndar atvinnuleysisbóta telst kærandi hafa sagt upp starfi sínu án gildra ástæðna í skilningi 4. tölul. 5. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, sbr. 7. gr. reglugerðar nr. 545/1997 og eru því ekki lagaskilyrði til að verða við beiðni kæranda um að fallið verði frá 40 daga niðurfellingu bótaréttar.

Með vísan til framanritaðs er ákvörðun úthlutunarnefndar atvinnuleysis­bóta á Norðurlandi eystra um niðurfellingu bóta­réttar kæranda í 40 bóta­daga í upphafi bótatímabils samkvæmt 4. tölul. 5. gr. laga um atvinnuleysistryggingar nr. 12/1997 staðfest.

 

 

Úr­skurðar­orð

 

Staðfest er ákvörðun út­hlutunar­nefndar at­vinnu­leysis­bóta á Norðurlandi eystra frá nr. 1 fyrir höfuðborgarsvæðið frá 28. febrúar 2006 um að X skuli missa rétt til at­vinnu­leysis­bóta í 40 bóta­daga  í upphafi bótatímabils.

 

Úr­skurð­ar­n­efnd at­vinnu­leysis­bóta

 

Linda Björk Bentsdóttir

for­maður

 

Elín Blöndal                              Arnar Þór Jónsson

 

Til baka

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni