Bótaréttur námsmanna samfara námi.
Nr. 25 - 2003

Úrskurður

 

Þann 17. mars 2003 kvað úr­skurð­ar­n­efnd at­vinnu­leysis­bóta upp svohljóðandi úr­skurð í máli nr. 25/2003.

 

Máls­at­vik og kæru­efni

 

1.

 

Málsatvik eru þau að út­hlutunar­nefnd at­vinnu­leysis­bóta nr. 1 fyrir höfuðborgarsvæðið ákvað á fundi sínum þann 24. febrúar 2003, að synja umsókn A, dags. 31. janúar 2003,  um atvinnuleysisbætur. Í bréfi úthlutunarnefndar til A, dags. 28. febrúar s.l. er vísað til þess umsókn hennar sé hafnað samkvæmt lögum um atvinnuleysistryggingar nr. 12/1997 þar til hún hafi lokið B.S. ritgerð og skilað kvittun þar um.

 

2.

 

A kærði framangreinda ákvörðun til úrskurðarnefndar atvinnuleysisbóta með bréfi dags. 5. mars 2003.  Í bréfi sínu segist hún vera skráð í Háskóla Íslands í B.S. ritgerð.  Fullt nám sé 15 einingar.  Ritgerð þessi sé einungis 5 eininga áfangi en hún muni ekki útskrifast fyrr en í júní 2003.  Í gegnum tíðina hafi hún ávallt verið í skóla, vinnu eða hvoru tveggja og greitt skatta og lífeyrissjóðsiðgjöld frá því hún var unglingur.  Hún vonast til að úrskurðarnefndin endurskoði mál sitt..

 

3.

 

Samkvæmt upplýsingum frá Háskóla Íslands er A skráð í 5 eininga BS ritgerð á vorönn 2003.  Hún er ekki skráð í nein fög og því er ekki gerð krafa um neina tímasókn samfara ritgerðaskrifunum.  Samkvæmt vottorði frá háskólanum dags. 3. febrúar 2003 var A skráður stúdent í fullu námi við skólann háskólaárið janúar-desember 2002 og lauk tímasókn í desember 2002.  Samkvæmt upplýsingum á atvinnuumsókn A hjá svæðisvinnumiðlun óskar A eftir fullu starfi og kveðst geta hafið störf 31. janúar 2003 sem er sami dagur og hún sækir um atvinnuleysisbætur.   

 

 

 

Niður­staða

 

1.

 

Í 5. gr. reglugerðar um greiðslu atvinnuleysisbóta nr. 545/1997 er kveðið á um að námsmenn eigi ekki rétt á atvinnuleysisbótum samhliða námi sem stundað er á venjulegum dagvinnutíma, nema annað leiði af samningi um starfsleitaráætlun, sbr. 15. gr. laga um vinnumarkaðsaðgerðir.

 

            Samkvæmt þeim upplýsingum sem liggja fyrir í máli þessu er kærandi að skrifa 5 eininga lokaritgerð í leiðsögumanna- og ferðamálanámi við Háskóla íslands.  Hún hefur lokið öllum prófum og sækir enga tíma í skólanum samfara ritgerðarsmíðinni.  5. gr. reglugerðar 545/1997 hefur ávalt verið túlkuð svo að um tímasókn á venjulegum dagvinnutíma þurfi að vera að ræða svo greinin eigi við.  Þannig fellur nám sem stundað er í kvöldskóla og nám utan venjulegs dagvinnutíma utan greinarinnar.  Kærandi hefur lokið öllum fögum þar sem gert er ráð fyrir tímasókn.   Að mati úrskurðarnefndar atvinnuleysisbóta á nefnd grein ekki við um nám kæranda.  Er ákvörðun úthlutunarnefndar atvinnuleysis­bóta nr. 1 fyrir höfuðborgarsvæðið um synjun á umsókn hennar um atvinnuleysisbætur því felld úr gildi.

 

 

 

 

 

 

 

 

Úr­skurðar­orð:

 

            Ákvörðun út­hlutunar­nefndar at­vinnu­leysis­bóta nr. 1 fyrir höfuðborgarsvæðið frá 24. febrúar um synjun á umsókn A um atvinnuleysisbætur er staðfest.         

 

Úr­skurð­ar­n­efnd at­vinnu­leysis­bóta

 

Frið­jón Guðröðarson

for­maður

 

Árni Benedikts­son                                            Benedikt Davíðs­son

 

Til baka

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni