Námskeið á Suðurlandi

Ef þú ert í atvinnuleit hjá Vinnumálastofnun á Suðurlandi býðst þér að auka möguleika þína á vinnumarkaði með ýmsum úrræðum, m.a. námskeiðum sem eru þér að kostnaðarlausu.

Til að ræða stefnu í atvinnuleit og aðstoð við atvinnuleit, auk möguleika til náms stendur atvinnuleitendum til boða þjónusta ráðgjafa og atvinnuráðgjafa. Ráðgjöfin hvetur einnig til virkrar þátttöku í uppbyggingu á eigin hæfni og hvernig má mæta breyttum aðstæðum.

Panta viðtal hjá ráðgjafa

Námskeiðin sem eru í boði eru fyrir þá atvinnuleitendur sem eru með samþykkta umsókn. Rétt er að benda á að þátttaka ræður hvort af námskeiði verður og því ekki tryggt að námskeið fari af stað.

Minnum á að atvinnuleitendur geta sótt um námssamning samhliða atvinnuleysisbótum og einnig námskeiðsstyrk. Skila þarf inn umsókn áður en námið /námskeið hefst.

Sækja um námssamning

Ef atvinnuleitandi velur að sækja eitt af eftirtölum valnámskeiðum sem greitt er fyrir að fullu á hann ekki rétt á frekari námsstyrk á þeirri önn.

Hér fyrir neðan má nálgast umsóknareyðublað fyrir námsstyrk:

Sækja um námsstyrk

Skráning hjá ráðgjöfum á netfangið:  radgjafar.sudurland@vmst.is

 Athugið að sú meginregla er að atvinnuleitandi fari í vinnumarkaðsúrræði (náms- eða starfsúrræði) innan þriggja mánaða frá skráningu og geta þeir sótt um tiltekin úrræði en auk þess eru atvinnuleitendur boðaðir (skylduþátttaka) í ráðgjöf, námskeið og á fræðslufundi á vegum Vinnumálastofnunar.

Upplýsingar um námskeið á Suðurlandi

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni