Niðurfelling þjónustu

Réttur umsækjenda um alþjóðlega vernd til þjónustu af hálfu Vinnumálastofnunar fellur niður í eftirfarandi tilfellum.

Umsækjandi fær alþjóðleg vernd eða mannúðarleyfi:

Þegar einstaklingur hefur fengið jákvæða niðurstöðu á umsókn sinni um alþjóðlega vernd, hvort sem einstaklingur fær stöðu flóttamanns eða mannúðarleyfi, fellur réttur til þjónustu af hálfu Vinnumálastofnunar niður í síðastalagi átta vikum frá birtingu ákvörðunar.

Réttur til þjónustu fellur niður þremur dögum eftir að einstaklingi býðst annað húsnæði á vegum opinbers aðila, s.s. sveitarfélagi. Vinnumálastofnun getur ákveðið að fresta niðurfellingu þjónustu m.a. ef einstaklingur samþykkir boð um slíkt húsnæði en það er ekki laust fyrr en að tilteknum tíma liðnum. Réttur til þjónustu í þeim tilfellum getur þó aldrei farið umfram átta vikur frá birtingu ákvörðunar.

Einstaklingur dregur umsókn sína til baka:

Einstaklingur sem dregur umsókn um alþjóðlega vernd til baka missir rétt til þjónustu þremur dögum eftir að hann dregur umsókn sína til baka. Vinnumálastofnun er heimilt að fresta niðurfellingu þjónustu sæki viðkomandi um aðstoð til sjálfviljugrar heimfarar.

Sjá nánar https://island.is/reglugerdir/nr/0540-2017

Umsækjandi fær útgefið bráðabirgðar dvalar- og atvinnuleyfi;

Þegar einstaklingur fær útgefið bráðabirðgar dvalar- og atvinnuleyfi fellur réttur til þjónustu af hálfu Vinnumálastofnunar niður fjórum vikum frá útgáfu leyfisins. Sé einstaklingur fyrirvinna fjölskyldu getur hann átt rétt á áframhaldandi dvöl í húsnæði á vegum Vinnumálastofnunar en greiðsla fæðisfés og framfærslufés allrar fjölskyldunnar fellur niður að fjórum vikum liðnum frá útgáfu leyfisins.

Umsókn um alþjóðlega vernd synjað:

Útlendingur sem hefur fengið endanlega synjun á umsókn sinni nýtur áfram rétt til þjónustu þar til hann hefur yfirgefið landið en að hámarki í 30 daga eftir ákvörðun um synjun. Eftir þann tíma falla réttindi niður nema útlendingur falli undir tileknar undanþágur í lögum um útlendinga. Réttur til bráðaheilbrigðisþjónustu fellur aldrei niður.

Enn fremur gilda sérreglur um niðurfellingu réttinda fyrir EES- eða EFTA ríkisborgara eða útlendinga sem koma frá ríkjum á lista Útlendingastofnunar yfir örugg upprunaríki og umsóknin er metin bersýnilega tilhæfislaus.


Sérreglur um ríkisborgarar EES/EFTA ríkis, eða örugg upprunarríki:

Í tilfellum þegar útlendingur er frá EES- eða EFTA ríki eða kemur frá ríki sem er á lista Útlendingastofnunar yfir örugg upprunarríki og umsókn hefur verið metin bersýnilega tilhæfulaus þá falla réttindin niður þegar Útlendingastofnun hefur synjað umsókn um alþjóðlega vernd.

Ekki er heimilt að fresta niðurfellingu réttinda þeirra þrátt fyrir að útlendingur kunni að falla undir einhverjar aðrar undanþágur samkvæmt lögum um útlendinga.

Réttindi falla ekki niður ef um er að ræða:

  • Börn, foreldra eða aðra umsjónarmenn þeirra og annarra heimilsmanna sem eru ættingjar barna
  • Barnshafandi konur
  • Alvarlega veika einstaklinga
  • Fatlaða einstaklinga með langvarnadi stuðningsþarfir

Það fellur í hlut ríkislögreglustjóra að meta hvort útlendingur eigi rétt til frestunar niðurfellingu á þjónustu samkvæmt framangreindu.

Framgreind undanþága á ekki við um útlending frá EES- eða EFTA-ríki eða frá ríki sem er á lista Útlendingastofnunar yfir öruggt upprunaríki og  umsókn hefur verið metin bersýnilega tilhæfislaus.

Frestun á niðurfellingu réttinda:

Heimilt er að fresta niðurfellingu réttinda í eftrifarandi tilfellum:

  • Viðkomandi einstaklingur hefur sýnt samstarfsvilja við framkvæmd ákvörðunar um að hann skuli yfirgefa landið
  • Ef einstaklingi hefur ekki tekist að fara sjálfviljugur af landi brott innan tilgreinds frests vegna aðstæðna sem eru ekki á ábyrgð hans svo sem
    • Vegna ómöguleika á að afla ferðaskilríkja
    • Vegna fötlunar
    • Vegna óviðráðanlegra ytri aðstæðna
  • Þegar fallist hefur verið á frestun réttaráhrifa

Það fellur í hlut ríkislögreglustjóra að meta hvort útlendingur eigi rétt til frestunar niðurfellingu á þjónustu samkvæmt framangreindu.

Framgreind undanþága á ekki við um útlending frá EES- eða EFTA-ríki eða frá ríki sem er á lista Útlendingastofnunar yfir öruggt upprunaríki og  umsókn hefur verið metin bersýnilega tilhæfislaus.


Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni