Sjálfseflingarnámskeið


Að sækja um vinnu með brostið heilsufar (FJARNÁMSKEIÐ)

Fræðsluaðili og kennari: Fríða Hrönn Halldórsdóttir

Dagsetningar: 8.febrúar – 16.febrúar (á íslensku)

Tími: Fimmtudagar og föstudagar kl. 13:15 – 14:45
Námskeiðslýsing:
Námskeiðið er unnið út frá grunni hugmyndafræði náms- og starfsráðgjafar í atvinnuleit. Einnig er unnið með þætti hugrænni atferlismeðferð ásamt því að fara í sjálfsskoðun. Farið verður í undirbúning atvinnuleitar, ferilskrárgerð og hvernig útbúa á kynningarbréf. Hvenær og/eða hvort að maður þurfi eða ætti að gera grein fyrir heilsufarssögu sinni og þá hvernig væri skynsamlegast og heiðarlegt að fara með það.  Námskeiðið hentar einnig þeim sem að hafa slæma reynslu eða upplifun af starfi.

Uppleið – Fjarnámskeið

Dagsetningar: 15.febrúar – 21.mars
Námskeið: Uppleið – Fjarnámskeið
Fræðsluaðili: Fræðslunet Suðurlands, kennari: Karen Guðmundsdóttir
Tími: Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13:00 – 15:00
Námskeiðslýsing:
Námið byggir á hugrænni atferlismeðferð. Markmiðið er að auka færni einstaklinga til að takast á við hamlandi líðan með því að nýta sér aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar (HAM) í daglegu lífi og breyta þannig hugsun, tilfinningum og hegðun og í kjölfarið viðhalda betri líðan.

HAM og núvitund – Hugræn atferlismeðferð - Fjarnámskeið

Dagsetningar: 21.febrúar – 20.mars (kennt á íslensku og túlkað á pólsku)
Námskeið: HAM og núvitund – Hugræn atferlismeðferð - Fjarnámskeið
Fræðsluaðili: Fræðslunet Suðurlands, kennari: Karen Guðmundsdóttir sálfræðingur
Tími: Miðvikudagar kl. 10:00 – 12:00
Námskeiðslýsing:
Þátttakendur fá fræðslu um hugræna atferlismeðferð (HAM) sem gengur út á að læra að þekkja tengsl hugsana, tilfinninga og hegðunar. Farið verður í undirstöðuatriði núvitundar sem leið til að takast á við tilfinningar og streitu. Markmiðið er að þátttakendur öðlist grunnfærni í að beita þeim aðferðum sem kenndar verða til að hafa áhrif á eigin líðan. Þátttakendur vinna heimaverkefni á milli skipta.

Litlu atriðin sem geta skipt miklu máli – Fjarnámskeið

Dagsetningar: 5.mars – 19.mars
Námskeið: Litlu atriðin sem geta skipt miklu máli – Fjarnámskeið
Fræðsluaðili og kennari: Fríða Hrönn Halldórsdóttir
Tími: Þriðjudagar kl. 13:15 – 14:45
Námskeiðslýsing:
Námskeiðið er unnið út frá hugmyndafræði NLP eða Neuro Linguistic Programming í bland við grunnþætti hugrænnar atferlismeðferð. Farið verður sérstaklega í sjálfsvinnu varðandi eigið sjálfstal, eigin hugsanir og eigin hegðun.

 

Linkur á skjal til að skrá sig á námskeið: Námskeið vorönn 2024 / Courses spring semester 2024 (office.com)

Fyrir nánari upplýsingar má hafa samband á netfangið: radgjafar.sudurland@vmst.is


Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni