Starfstengd virkninámskeið


Vinnuvélanámskeið

Hér eru linkar á heimasíður fræðsluaðila sem eru að bjóða upp á Vinnuvélanámskeið:

Ökuland

Vinnueftirlitið

Ökuskóli Suðurlands

Hægt að sækja um styrk fyrir námskeiðinu á radgjafar.sudurland@vmst.is, áður en að námskeið hefst.

https://vinnumalastofnun.is/radgjof-og-thjonusta/starfsthjalfun-og-nam/namsstyrkir

Aukin ökuréttindi / endurmenntun atvinnubílstjóra og aksturshæfni

Ökuland:

Rafrænt meiraprófsnámskeið.

Forsíða - Ökuland - ökuskóli - Meirapróf á netinu (okuland.is)

Til þess að geta tekið þátt í meiraprófsnámskeiði í fjarfundi þarf þátttakandi að hafa fartölvu, borðtölvu eða spjaldtölvu til námsins og vera í beinu netsambandi. Þátttakandi þarf að vera sjáanlegur með vefmyndavél allan kennslutímann, vera með hátalara, hljóðnema og ber ábyrgð á að búnaður virki.    

Námskrá meiraprófs:

Námskrár fyrir ökunám og endurmenntun | Ísland.is (island.is)

Endurmenntunarnámskeið atvinnubílstjóra 

Nánar á þessum link:

Upplýsingar um námskeið á næstunni

Hægt að sækja um styrk fyrir námskeiðunum á radgjafar.sudurland@vmst.is, áður en að námskeið hefst.

https://vinnumalastofnun.is/radgjof-og-thjonusta/starfsthjalfun-og-nam/namsstyrkir

Upplýsingar um námsstyrki:

Við vekjum athygli á að atvinnuleitendur með samþykkta umsókn hjá Vinnumálastofnun geta sótt um námsstyrk á námskeiðin hér fyrir neðan. Styrkurinn skal að hámarki nema 75% af heildar námskeiðsgjaldi en þó aldrei hærri en 80.000 kr á ári.

Skilyrði:

  • Að umsókn um atvinnuleysisbætur sé samþykkt. 
  • Námskeiðið styrki þig í atvinnuleit þinni að mati ráðgjafa Vinnumálastofnunar. 
  • Að námið sé ekki einingabært (þ.e. við styrkjum ekki skólagjöld í framhalds- né háskóla).
  • Að sótt sé um áður en námskeið hefst. 
  • Að þú hafir ekki fullnýtt þér rétt þinn til námsstyrks áður á árinu. 
  • Gerð er krafa um að námskeið sé á vegum viðurkennds fræðsluaðila eða sérfræðingi á sínu sviði að mati Vinnumálastofnunar. 

Þú getur einnig kannað með rétt þinn til námsstyrks hjá þínu stéttarfélagi, en ekki er gerð krafa um að réttur þinn þar sé nýttur áður en umsókn um námsstyrk er lögð fram hjá Vinnumálastofnun. Stéttarfélög styrkja einnig oft önnur námskeið en hægt er að fá styrk fyrir hjá Vinnumálastofnun.


Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni