Námsstyrkir
Við vekjum athygli á að atvinnuleitendur með samþykkta umsókn hjá Vinnumálastofnun geta sótt um námsstyrk á námskeiðin hér fyrir neðan. Styrkurinn skal að hámarki nema 75% af heildar námskeiðsgjaldi en þó aldrei hærri en 80.000 kr á ári.
Skilyrði:
- Að umsókn um atvinnuleysisbætur sé samþykkt.
- Námskeiðið styrki þig í atvinnuleit þinni að mati ráðgjafa Vinnumálastofnunar.
- Að námið sé ekki einingabært (þ.e. við styrkjum ekki skólagjöld í framhalds- né háskóla).
- Að sótt sé um áður en námskeið hefst.
- Að þú hafir ekki fullnýtt þér rétt þinn til námsstyrks áður á árinu.
- Gerð er krafa um að námskeið sé á vegum viðurkennds fræðsluaðila eða sérfræðingi á sínu sviði að mati Vinnumálastofnunar.
Þú getur einnig kannað með rétt þinn til námsstyrks hjá þínu stéttarfélagi, en ekki er gerð krafa um að réttur þinn þar sé nýttur áður en umsókn um námsstyrk er lögð fram hjá Vinnumálastofnun. Stéttarfélög styrkja einnig oft önnur námskeið en hægt er að fá styrk fyrir hjá Vinnumálastofnun.
Vinnuvélanámskeið
Hér eru linkar á námskeiðshaldara sem eru að bjóða upp á Vinnuvélanámskeið.
Hægt að sækja um styrk á námskeiðin á radgjafar.sudurland@vmst.is - áður en að námskeið hefst.
https://vinnumalastofnun.is/radgjof-og-thjonusta/starfsthjalfun-og-nam/namsstyrkir
Dale á milli starfa - fjarnám
Sækja verður um námsstyrk áður en námskeið hefst radgjafar.sudurland@vmst.is
Þú sérð hér:
https://island.dale.is/einstaklingar/dale-a-milli-starfa/
Upplýsingar um næsta námskeið.
Markmið námskeiðsins eru:
- Efla sjálfstraust og auka eldmóð til að setja kraft í atvinnuleit, leita nýrra tækifæra og vinna með styrkleika sína.
- Stækka tengslanetið til að styrkja fagleg tengsl og byggja upp ný sambönd
- Auka tjáningarhæfni til að skapa jákvæð áhrif og koma faglega fyrir og af öryggi í mismunandi aðstæðum.
- Bæta viðhorf, minnka kvíða og stjórna streitu í krefjandi aðstæðum og undir álagi.
- Gerð ferilskráar og styrkja ásýnd á samfélagsmiðlum til að auka trúverðugleika og leggja áherslu á styrkleika.
Fyrir hverja
Námskeiðið er fyrir alla sem eru á milli starfa og vilja setja kraft í atvinnuleit. Námskeiðið er sérsniðið og byggir á Dale Carnegie námskeiðinu sívinsæla.
Það sem við förum yfir á námskeiðinu
- Gerð framtíðarsýnar og hnitmiðuð markmiðasetning að stefna að næstu 3-6 mánuði.
- Setjum eldmóð í þau verkefni sem hafa áhrif á árangur okkar
- Tökum styrkleikaprófið til að koma auga á styrkleika sem nýtast okkur þegar á móti blæs og á hvaða sviðum við viljum bæta okkur
- Gerum ferilskrá með áherslu á styrkleika og bætum ásýnd á samfélagsmiðlum
- Stækkum tengslanetið og kortleggjum lykilsambönd
- Lærum reglur í mannlegum samskiptum og skuldbindum okkur til að beita þeim til að opna fyrir ný sambönd
- Aukum trúverðugleika í tjáningu með því að þekkja hvernig styrkleikar okkar nýtast og hvernig við komum okkar persónulega vörumerki á framfæri
- Viðhöldum jákvæðu viðhorfi og stjórnum áhyggjum og kvíða
- Stækkum þægindahringinn til að auka kjark og þor og vera sveigjanlegri
- Komum auga á árangur af því að sýna eldmóð, bæta samskipti og veitum öðrum innblástur og hvatningu.
Verð: 80.000
Leiðbeinendur: Þjálfarar frá Dale Carnegie
Hægt að sækja um styrk á námskeiðið á radgjafar.sudurland@vmst.is - áður en að námskeið hefst.
https://vinnumalastofnun.is/radgjof-og-thjonusta/starfsthjalfun-og-nam/namsstyrkir
Aukin ökuréttindi, endurmenntun atvinnubílstjóra og aksturshæfni.
Ökuland:
Rafrænt meiraprófsnámskeið.
http://www.okuland.is/
Til þess að geta tekið þátt í meiraprófsnámskeiði í fjarfundi þarf þátttakandi að hafa fartölvu, borðtölvu eða spjaldtölvu til námsins og vera í beinu netsambandi. Þátttakandi þarf að vera sjáanlegur með vefmyndavél allan kennslutímann, vera með hátalara, hljóðnema og ber ábyrgð á að búnaður virki.
Námskrá meiraprófs: https://www.samgongustofa.is/umferd/nam-og-rettindi/nam/namskrar/
Endurmenntunarnámskeið atvinnubílstjóra
Nánar á þessum link:
Upplýsingar um námskeið á næstunni
Hægt að sækja um styrk á námskeiðin á radgjafar.sudurland@vmst.is - áður en að námskeið hefst.
https://vinnumalastofnun.is/radgjof-og-thjonusta/starfsthjalfun-og-nam/namsstyrkir