Námskeið - Haust 2024


Betri fjármál – 16. - 26. sept 2024

Markmið námskeiðsins er að stjórna peningum betur, þannig að þú sért betur í stakk búin til að taka ákvarðanir um hvað hentar þér best í fjármálum út frá þínum markmiðum, getir stýrt betur í hvað peningarnir fara og þannig notið þeirra sem allra mest.

Skráning á námskeið – Vinsamlegast sendið tölvupóst á suðurnes@vmst.is þar sem kemur fram nafn og kennitala ásamt því hvaða námskeiði þið óskið eftir.

Lífsstílsnámskeið 1. - 4. okt 2024

Markmiðagerð, tímastjórnun og skipulag - í raun varðandi alla þætti hvers einstaklings, atvinnuleit, nýjjar áskoranir - drauma og fl. hreyfing, matarræði, andleg heilsa og fl.

Skráning á námskeið – Vinsamlegast sendið tölvupóst á suðurnes@vmst.is þar sem kemur fram nafn og kennitala ásamt því hvaða námskeiði þið óskið eftir.

Microsoft Word, Excel og Outlook – M365 – 1. - 3. okt 2024

Á námskeiðinu verður farið yfir grunnatriðin í Microsoft Word, Excel og Outlook M365

Microsoft Word - þekkja flestir enda einn mest notaði ritþór síðari tíma. Við ætlum að velta fyrir okkur leturgerð, sniði, formi og fleira. Gera efnisyfirlit, setja haus og fót ásamt forsíðu. Setja inn myndir og hvernig má stýra þeim. Hvað er H1 til H6?. Fara yfir vistun, hvort sem er á vinnustöð eða í skýinu og svo hvernig hægt er að færa skjal yfir í PDF form.

Microsoft Excel - er töflureiknir sem flestir kannast við. Hér ætlum við að fara yfir helstu aðgerðir, hvernig gögn við viljum hafa, kynnast helstu formúlum og hvernig þær eru byggðar upp. Setja upp töflur, virkja fasta og fleira.

Microsoft Outlook -  er póstkerfi sem flestir þekkja og er þinn persónulegi skipuleggjandi. Í þessum hluta er farið yfir hvað póstforritið Outlook hefur upp á að bjóða, þær aðgerðir sem þar er að finna, reglur, farið yfir hvað er verkefni eða „To-Do“, sérstilla dagatalið, nota flokkun (e. categorize) og fleira.

Ávinningur - Að kynnast helstu þáttum þessa þriggja forrita og þeim eiginleikum sem þar er að finna. Sjá hvaða möguleikar eru í boði og geta valið á milli þeirra. Rata um og vita hvar helstu stillingar er að finna. Læra helstu hugtök og geta nýtt sem best.

Skráning á námskeið – Vinsamlegast sendið tölvupóst á suðurnes@vmst.is þar sem kemur fram nafn og kennitala ásamt því hvaða námskeiði þið óskið eftir.

Tæknilæsi og tölvufærni 7. - 25. okt 2024

Námsleiðinni Tæknilæsi og tölvufærni: vinnuumhverfi samtímans er ætlað að ná til þeirra einstaklinga innan markhóps framhaldsfræðslu sem líklegir eru til að sitja eftir á vinnumarkaði sökum tækniframfara og breytinga á störfum sem þær hafa í för með sér. Náminu er ætlað að vera aðgengilegt og lagað að mismunandi starfsemi, atvinnugreinum eða aðstæðum í atvinnulífinu auk þess sem reynt er að taka tillit til ófyrirséðra tækniframfara og breytinga. 

Námsþættir:

  • Fjarvinna og fjarnám 
  • Sjálfvirkni og gervigreind 
  • Skýjalausnir 
  • Stýrikerfi 
  • Tæknifærni og tæknilæsi 
  • Öryggisvitund 

Skráning á námskeið – Vinsamlegast sendið tölvupóst á suðurnes@vmst.is þar sem kemur fram nafn og kennitala ásamt því hvaða námskeiði þið óskið eftir.

Meðferð matvæla 7. - 24. okt 2024

Námskeið fyrir þá sem starfa við eða hafa hug á að starfa við meðferð matvæla hvort sem er í mötuneytum, veitingastöðum eða matvælavinnslu.

  • Matvælaörverufræði
  • Innra eftirlit, HACCP/GÁMES
  • Gerð matseðla, vöruþekking og fæðuflokkarnir
  • Að auka hollustu máltíða og tilbúinna matvæla
  • Geymsluþol, skynmat, vöruþekking
  • Ofnæmi og óþol
  • Þrif og sótthreinsun

Skráning á námskeið – Vinsamlegast sendið tölvupóst á suðurnes@vmst.is þar sem kemur fram nafn og kennitala ásamt því hvaða námskeiði þið óskið eftir.

Aukið sjálfstraust og markmiðasetning 8. - 11. okt 2024

Á námskeiðinu verður farið yfir með ýmsum verkfærum hvernig innleiða á góðar breytingar og fylgja þeim eftir til að varanlegur árangur náist. Þátttakendur fá tækifæri til þess að greina boltana sem viðkomandi er að halda á lofti og ná þannig betri fókus. Farið er yfir hvernig þátttakandi getur sett sjálfan sig í 1.sæti, sett inn meiri hreyfingu í lífið og sett sér raunhæfa aðgerðaáætlun, markað okkur stefnu í lífi og starfi til að auka vellíðan.

Skráning á námskeið – Vinsamlegast sendið tölvupóst á suðurnes@vmst.is þar sem kemur fram nafn og kennitala ásamt því hvaða námskeiði þið óskið eftir.

Starfsleitarstofa – Regluleg námskeið yfir allan veturinn.

Í starfsleitarstofu fer náms- og starfsráðgjafi yfir helstu þætti virkrar og markvissrar atvinnuleitar. Þátttakendur fá tækifæri til að skoða sig og þá reynslu sem þeir búa yfir þar sem kortlögð er færni og persónulegir styrkleikar hvers og eins. Þá setja þátttakendur sér raunhæf markmið þar sem hver og einn skoðar hvert hann vill stefna og hver væru fyrstu skrefin. Í kjölfarið gera allir ferilskrá og kynningarbréf og koma þannig til skila upplýsingum um hæfni og þekkingu.

Skráning á námskeið – Vinsamlegast sendið tölvupóst á suðurnes@vmst.is þar sem kemur fram nafn og kennitala ásamt því hvaða námskeiði þið óskið eftir.


Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni