Starfstengd námskeið


Starfsleitarstofur

Í starfsleitarstofu fer náms- og starfsráðgjafi yfir helstu þætti virkrar og markvissrar atvinnuleitar. Þátttakendur fá tækifæri til að skoða sig og þá reynslu sem þeir búa yfir þar sem kortlögð er færni og persónulegir styrkleikar hvers og eins. Þá setja þátttakendur sér raunhæf markmið þar sem hver og einn skoðar hvert hann vill stefna og hver væru fyrstu skrefin. Í kjölfarið gera allir ferilskrá og kynningarbréf og koma þannig til skila upplýsingum um hæfni og þekkingu.

Skráning fer fram í gegnum netfangið sudurnes@vmst.is

Lífstílsnámskeið

Á þessu námskeiði verður þátttakendum leiðbeint að útbúa sér verkfærakistu til þess að innleiða góðar og hollar breytingar í lífinu. Hvernig á að nýta sér verkfærin til þess að sem besti árangur náist og viðhaldist. Farið verður yfir hvernig þátttakandi getur sett sig í 1. sæti meðal annars með því að greina þá bolta sem viðkomandi heldur á lofti og nái því enn meiri skýrleika. Hvernig á að útbúa raunhæfa aðgerðaáætlun með því markmiði að auka hreyfingu, hollt mataræði og jákvæðni í lífið.

Skráning fer fram í gegnum netfangið sudurnes@vmst.is

Sterkari í starfi

Aukið sjálfstraust og markmiðasetning Námsleiðin er ætluð til að auka sjálfstraust, sjálfseflingu og mikilvægi virkni og ákvörðunar þátttakenda til að stjórna eigin líðan. Að auka færni einstaklingsins til þess að takast á við breytingar, stuðla að jákvæðu viðhorfi til starfa og finna rétta starfsvettvanginn til að auka lífsgæði sín.

Námsþættir:
• Sjálfsefling
• Markmiðasetning
• Skipulag
• Ráðgjöf
• Áhugasviðsgreining
• Markþjálfun
• Breytt hugsun – breytt líðan
• Ferilskrá og undirbúningur atvinnuviðtals
• Vinnustaðaheimsóknir

Skráning fer fram í gegnum netfangið sudurnes@vmst.is

Ferðaþjónusta I

Námið er ætlað þeim sem eru að stíga fyrstu skrefin í starfi við ferðaþjónustu eða hafa hug á að sinna slíkum störfum. Markmið námsins er að fólk sem lýkur náminu verði fært um að starfa undir umsjón reyndari starfsmanna en með nokkru sjálfstæði í afmörkuðum viðfangsefnum við algeng störf sem tengjast móttöku og þjónustu við fjölbreyttan hóp ferðamanna og jafnframt að vera góður undirbúningur fyrir frekara nám á sviði ferðaþjónustu.

Námsþættir:
• Starfshæfni

Skráning fer fram í gegnum netfangið sudurnes@vmst.is


Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni