Námskeið
Vinnumálastofnun býður upp á ýmis námskeið meðan þú færð greiddar atvinnuleysisbætur. Þú getur valið þér sjálfur námskeið, leitað að námskeiði hjá þinni þjónustuskrifstofu eða sótt um að fara á fjarnámskeið.
Námskeið í boði hjá þjónustuskrifstofum - Námskeið sem þú velur sjálf(ur):
Vinnumálastofnun býður upp á ýmis námskeið meðan þú færð greiddar atvinnuleysisbætur. Til að nálgast frekari upplýsingar um hvaða námskeið eru í boði hverju sinni skaltu smella á viðkomandi þjónustuskrifstofu .Athugaðu að skráning á námskeið á vegum Vinnumálastofnunar er bindandi og þú þarft að uppfylla skilyrði um virka þátttöku á námskeiðunum og a.m.k. 80% mætingarskyldu.
Fjarnámskeið á vegum Vinnumálastofnunar
Námskeið Vinnumálastofnunar á Höfuðborgarsvæðinu
Námskeið Vinnumálastofnunar Vesturlandi
Námskeið Vinnumálastofnunar á Suðurlandi
Námskeið Vinnumálastofnunar á Vestfjörðum
Námskeið Vinnumálastofnunar á Norðurlandi vestra
Námskeið Vinnumálastofnunar á Norðurlandi eystra
Þú getur líka sjálf(ur) fundið námskeið sem þig langar að fara á meðan þú ert atvinnulaus. Sé þetta námskeið sem styrkir þig í atvinnuleitinni þá gætir þú átt rétt á námsstyrk vegna þess.
Námsstyrkurinn er 80.000 kr. á ári en Vinnumálastofnun styrkir aldrei meira en því sem nemur 75% af námskeiðsgjaldi hverju sinni.
Athugaðu að það þarf að sækja um námsstyrk og fá hann samþykktan áður en námskeið hefst.
Smelltu á hlekkinn til að nálgast umsóknareyðublað um námsstyrk.https://vinnumalastofnun.is/eydublod/styrkumsoknir
Umsókn um námsstyrk er svo sendur á: radgjafar@vmst.is