Sjálfsefling og samskipti - staðnám

Á námskeiðinu er farið yfir ýmsa þætti sem geta eflt sjálfstraust og framkomu og aukið virkni í daglegu lífi. Fjallað verður um sjálfsmynd, samskipti, markmið, frestun og streitu og leiðir til að vinna með þessa þætti.

Leiðbeinandi: Sigríður Hulda og Íris Böðvarsdóttir
Staðsetning: Fræðslunet Suðurlands, Selfossi

Dagsetningar: 20. sept - 13. október, kennt mánud. og miðvikud. kl. 13:00 - 15:00 |Staðnám

Smelltu hér til að skrá þigMín líðan - sálfræðimeðferð á netinu

Mín líðan býður upp á alhliða sálfræðiþjónustu á netinu í gegnum vefslóðina: minlidan.is  Boðið er upp á staðlaða sálfræðimeðferð á netinu, veitta af löggildum sálfræðingum, þar sem öll samskipti fara fram í gegnum skrifaðan texta. Einnig er boðið upp á fjarviðtöl við sálfræðinga, sem eru myndfundir þar sem skjólstæðingur og sálfræðingur eiga samskipti augliti til auglitis í gegnum netið. Í fjarviðtölum er hægt að fá aðstoð við hvers konar sálrænum vanda.

Hægt er að svara nokkrum einföldum spurningum til að sjá hvaða meðferð hentar þér. https://www.minlidan.is/spurningalisti/   
Viltu vita meira? 

Skráning á námskeið fer fram í gegnum netfangið radgjafar.sudurland@vmst.is Mikilvægt er að fram komi heiti námskeiðs, nafn og kennitala þátttakanda. 

 HAM - HUGRÆN ATFERLISMEÐFERÐ, HÓPRÁÐGJÖF (6-8 ÞÁTTAKENDUR)

Þátttakendur fá fræðslu um hugræna atferlismeðferð (HAM) sem gengur út á að læra að þekkja tengsl hugsana, tilfinninga og hegðunar sem hafa áhrif á líðan okkar. Markmiðið er að þátttakendur öðlist grunn færni í að beita þeim aðferðum sem kenndar verða til að hafa áhrif á eigin líðan.

Staðsetning: Fræðslunet Suðurlands, Selfossi

Námskeið 1: 20. ágúst-3. sept. Þriðjud. og föstud. kl. 10-12 | Staðnám (Leiðbeinandi: Karen Guðmundsd., sálfræðingur)
Námskeið 2: 30. ágúst - 13. sept. Mánud. og miðvikud. kl. 10-12 | Staðnám (Leiðbeinandi: Sólveig Fríða, sálfræðingur)

Smelltu hér til að skrá þigKULNUN - FORVARNIR OG BJARGRÁÐ

Á námskeiðinu verður farið yfir einkenni kulnunar og aðferðir til að takast á við streitu, styrkja bjargráð sín og ná stjórn á eigin lífi. Farið verður yfir forgangsröðun verkefna, tímastjórnun og hvaða markmið þátttakendur vilja vinna að. Áhersla er lögð á mikilvægi hvíldar og svefns. Skoðað verður hvernig hugsanaháttur, eigin fordómar og samfélagslegar breytingar hafa áhrif á hvernig við þolum álag og upplifum streitu.

Leiðbeinandi: Íris Böðvarsdóttir, sálfræðingur
Staðsetning: Fræðslunet Suðurlands, Selfossi

Dagsetningar: 12.október - 9. nóvember, kennt þriðjudaga kl. 10:00-12:00 | Staðnám

Smelltu hér til að skrá þig


Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni