Atvinna með stuðningi

Atvinna með stuðningi er árangursrík leið í fyrir þá sem þurfa aðstoð við að fá vinnu á almennum vinnumarkaði.

Vinnubrögðin fela í sér víðtækan stuðning við þá sem hafa skerta vinnugetu vegna andlegrar og / eða líkamlegrar fötlunar, aðstoð við að finna rétta starfið og veita stuðning á nýjum vinnustað.

Markhópur

Einstaklingar með skerta starfsgetu sem þurfa aðstoð við atvinnuleit, þjálfun í starf og stuðning við að halda vinnu á almennum vinnumarkaði.

Þjónustan

 • Þátttaka og þjálfun á almennum vinnumarkaði.
 • Aðstoð við öflun starfa með sömu réttindum og skyldum og almennt gerist.
 • Færni umsækjanda er höfð að leiðarljósi en ekki fötlunin.
 • Úrræði miðað að þörfum einstaklings.
 • Áhersla á góða samvinnu við atvinnurekendur.
 • Aðstoð við að mynda tengsl á vinnustað.
 • Stuðningur svo lengi sem þörf er á.
 • Byggt upp stuðningsnet á vinnustað.
 • Markvisst er dregið úr stuðningi, en vinnuveitandi og starfsmaður hafa þó áfram aðgang að ráðgjafa eftir þörfum.
 • AMS er umsjónaraðili vinnusamnings öryrkja.  Námskeið

  • Taktu skrefið
  • Taktu skrefið er fimm vikna námskeið sem haldið er tvisvar í viku.
  • Markmið er að auka virkni og undirbúa þátttakendur undir störf á almennum vinnumarkaði.
  • Námskeiðið skiptist í fyrirlestra um vinnutengd mál og vinnustaðaheimsóknir sem þátttakendur á námskeiðinu velja í sameiningu.
  • Fyrirlestrarnir koma m.a inn á eftirfarandi þætti:
  • Starfsferilsskrá.
  • Markmið í atvinnuleit.
  • Undirbúning fyrir atvinnuviðtal.
  • Fyrirlestur um réttindi og skyldur á almennum vinnumarkaði.
  • Auk þess er farið yfir samskipti á vinnustað, hvernig lesa skal úr launaseðli og önnur hagnýt vinnutengd atriði sem koma sér vel.
  • Vinnustaðaheimsóknir eru skipulagðar eftir óskum þátttakenda og við þau fyrirtæki sem hópurinn vill heimsækja. Í slíkum vettvangsferðum leiðir starfsmaður frá viðkomandi fyrirtæki þátttakendur í gegnum þau störf sem þar eru unnin og að því loknu gefst tækifæri til að spyrja viðkomandi starfsmann frekar um starfið.
   Að námskeiði loknu eiga þátttakendur að vera upplýstir um hvernig þeir komast út á almennan vinnumarkað, hvernig þeir geta haldið starfi og hvaða hæfni þeir þurfa til að sinna þeim störfum sem kynnt voru í vinnustaðaheimsóknum.

   Námsefni um atvinnumarkaðinn á auðlesnu máli.

  • Farið í starfakynningar til að kynnast almennum vinnumarkaði af eigin raun og til að sjá hvar styrkleikar hvers og eins liggja.
  • Námskeið um réttindi og skyldur á almennum vinnumarkaði.

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.