spurt og svarað

Hér á þessari síðu er hægt að nálgast spurningar  og svör varðandi minnkað starfshlutfall launamanna og sjálfstætt starfandi (neðst á síðunni) á grundvelli bráðabirgðaákvæðis XIII og XIV við lög nr. 54/2006 um atvinnuleysistryggingar 

1. Umsóknarferlið, grunnskilyrði og tímalengd 

Hvernig sæki ég um atvinnuleysisbætur vegna minnkaðs starfshlutfalls?

Þú sækir um atvinnuleysisbætur vegna minnkaðs starfshlutfalls á mínum síðum atvinnuleitenda. 

Hvaða skilyrði eru fyrir því að hægt sé að fá greiðslur vegna minnkaðs starfshlutfalls?

Starfshlutfall starfsmanns þarf að hafa verið minnkað um a.m.k. 20 prósentustig og starfsmaður þarf að vera áfram í a.m.k. 25% starfshlutfalli. 

 

Er eitthvað lágmark sem þarf að minnka starfshlutfall um svo ég eigi rétt á atvinnuleysisbótum?

Minnka þarf starfshlutfall þitt um a.m.k. 20 prósentustig (Dæmi: 100% í 80% eða 50% í 30%).

Þarf ég að vera í fullri vinnu til að eiga rétt á minnkuðu starfshlutfalli?

Nei, það er ekki skilyrði að launamaður sé í 100% starfi. Starfshlutfall þarf að hafa minnkað um a.m.k. 20  prósentustig og má ekki fara niður fyrir 25% starfshlutfall. 

Ég var í hlutastarfi og það á að minnka starfshlutfallið mitt. Á ég rétt til atvinnuleysisbóta?

Já, svo lengi sem starfshlutfall þitt er minnkað um a.m.k. 20 prósentustig  þú ert í a.m.k. 25% starfshlutfalli áfram. 

 

Hversu lengi get ég fengið atvinnuleysisbætur í minnkuðu starfshlutfalli?

Heimild í lögum um atvinnuleysistryggingar vegna minnkaðs starfshlutfalls gildir frá 15. mars til 1. júní 2020

Ég hef verið í námi með vinnu. Á ég rétt á atvinnuleysisbótum ef ég fer í minnkað starfshlutfall?

námsmenn eiga rétt til atvinnuleysisbóta samkvæmt bráðabirgðaákvæðinu hafi starfshlutfall þeirra verið minnkað og önnur skilyrði fyrir greiðslum eru uppfyllt. 

 

Þarf atvinnurekandi að skila inn staðfestingu á minnkuðu starfshlutfalli?

, atvinnurekandi gerir það á mínum síðum atvinnurekenda á sérstöku umsóknarformi.

 

Ef ég sem launamaður fæ greiðslur vegna minnkaðs starfhlutfalls, missi ég þá rétt til atvinnuleysisbóta?

Nei, greiðslur á grundvelli þessarar tímabundnu heimildar hafa ekki áhrif á rétt þinn til greiðslu atvinnuleysisbóta í framtíðinni. 

Getur minnkað starfshlutfall í einhverjum aðstæðum verið einhliða ákvörðun atvinnurekanda?

Nei, launamaður þarf alltaf að samþykkja minnkað starfshlutfall og viðkomandi heldur öllum kjarasamningsbundnum réttindum.

Ég er í tveimur störfum, get ég skilað inn umsókn um minnkað starfshlutfall fyrir bæði störfin?

Já, þú getur valið tvo launagreiðendur í umsókninni. 

Þarf ég sem launamaður að hafa verið í ákveðið langan tíma í vinnu hjá sama atvinnurekanda til að eiga rétt á bótum í minnkuðu starfshlutfalli?

Nei, við útreikning er miðað við meðaltekjur síðustu þrjá mánuði áður en starfshlutfall var minnkað. Allar tekjur sem greitt er tryggingargjald af eru 
skoðaðar við það mat. 

Ef ég er að koma aftur til vinnu úr fæðingarorlofi og fer beint í minnkað starfshlutfall, á ég rétt á þessum bótum?

. Til  finna meðaltekjur þínar notum við fjárhæð fæðingarorlofs sem þú vars   á síðustu þremur mánuðum. 

Þarf atvinnurekandi að gera tímabundinn nýjan ráðningasamning við starfsmann?

Já,það þarf að samkomulag við starfsmann um 
minnkað starfshlutfall. Vinnumálastofnun hvetur tilþess  slíkt samkomulag  gert skriflega. 

Ég hef verið alveg tekjulaus síðustu þrjá mánuði og átti að byrja að vinna 1. apríl í fullu starfi. Á ég rétt á atvinnuleysisbótum á móti minnkuðu starfshlutfalli?

Nei líklegast ekki þar sem viðmiðunartímabilið sem notað er til  reikna út fjárhæð atvinnuleysisbóta er ekki til staðar. 

Þarf ég sem launamaður að hafa verið í ákveðið langan tíma í vinnu hjá sama atvinnurekanda til að eiga rétt á bótum í minnkuðu starfshlutfalli?

Nei við útreikning er miðað við meðaltekjur síðustu þrjá mánuði áður en starfshlutfall var minnkað. Allar tekjur sem greitt er tryggingagjald eru skoðaðar við það mat.

Hver er réttur einstaklinga sem eiga ekki vinnusögu áður en þeir hófu störf hjá fyrirtækinu sem það er bara búið að vinna hjá í 1-2 mánuði þegar starfshlutfallið er minnkað?

Nei, Við útreikning á meðllaunum einstakling er litið til þeirra tekns sem hann var með á síðustu þremur mánuðum áður en samkomulag um minnkað starfshlutfall var gert.

Er staðfesting atvinnurekenda í gegnum mínar síður fullnægjandi eða þarf að fylgja með afrit af samkomulagi milli mín og atvinnurekanda?

Já, atvinnurekandi getur dregið uppsögn til baka og gert samkomulag við starfsmann um minnkað starfshlutfall í staðinn. Þetta er þó háð samþykki launamanns.

Ég er í veikindaleyfi, má minnka við mig starfshlutfall og ég fæ atvinnuleysisbætur á móti?

Nei, þú átt ekki rétt á atvinnuleysisbótum á móti minnkuðu starfshlutfalli ef þú ert í veikindaleyfi. 

Mér var sagt upp og ég er á uppsagnarfresti. Getur atvinnurekandi dregið til baka uppsögn og við gert samkomulag um minnkað starfshlutfall í staðinn?

Já, atvinnurekandi getur dregið uppsögn til baka og gert samkomulag við starfsmann um minnkað starfshlutfall í staðinn. Þetta er þó háð samþykki launamanns.

2. Fjárhæðir 

Hvað eru bæturnar háar sem ég fæ í minnkuðu starfhlutfalli?

Ekki er hægt að gefa eitt algilt svar við þessu þar sem upphæð ræðst af nokkrum breytum m.a. hversu mikið starfshlutfall þitt er minnkað, hvað þú varst með í laun og hvað þú verður með áfram í laun. 

Greiðsla til einstaklings sem er færður úr 100% starfshlutfalli í 50% verður þá 50% af 456.404.- kr. eða 228.202.- kr. ásamt 11,5% mótframlagi í lífeyrissjóð. Þetta er með þeim fyrirvörum að laun frá vinnuveitanda og greiðslur atvinnu­leysis­bóta samanlagt geta ekki numið hærri fjárhæð en 700.000 kr. á mánuði og skulu ekki nema hærri fjárhæð en 90% af meðaltali heildarlauna launa­manns. 

Ef meðaltal heildarlauna er undir 400 þús. á mánuði miðað við fullt starf, þá kemur ekki til skerðinga bóta. 

 

Heildarlaun einstaklings geta ekki hækkað við það að fara í lægra starfshlutfall. 

Dæmi I: Launamaður í 100% starfi hefur 400 þús. í mánaðarlaun en vinnuveitandi ákveður að minnka starfshlutfall hans um 75% vegna erfiðleika í rekstri. Þessi einstaklingur sækir um 75% atvinnuleysisbætur hjá Vinnumálastofnun og vinnuveitandi greiðir honum 25% laun. Hann fær því 100  þús. frá vinnuveitanda og 300 þús. frá Vinnumálastofnun. Laun hans og atvinnuleysisbætur munu þá samanlagt jafngilda þeim launum sem hann hafði áður en hann fór í hið minnkaða starfshlutfall, eða 400 þús. á mánuði.  

Dæmi II: Launamaður í 100% starfi hefur 600 þús. í mánaðarlaun en vinnuveitandi ákveður að minnka starfshlutfall hans um 50% vegna erfiðleika í rekstri. Þessi einstaklingur sækir um 50% atvinnuleysisbætur hjá Vinnumálastofnun. Hann fær því 300 þús. frá vinnuveitenda og 228 þús. frá Vinnumálastofnun. Laun hans og atvinnuleysisbætur munu þá samanlagt nema 528 þús. á mánuði eða 84% af heildarlaunum.  

Dæmi III: Launamaður í 100% starfi hefur 900 þús. í mánaðarlaun en vinnuveitandi ákveður að minnka starfshlutfall hans niður í 60% vegna erfiðleika í rekstri. Þessi einstaklingur sækir um 40% atvinnuleysisbætur hjá Vinnumálastofnun. Hann fær því 540 þús. frá vinnuveitenda og 160 þús. frá Vinnumálastofnun. Laun hans og atvinnuleysisbætur munu þá samanlagt nema 700 þús. á mánuði eða tæpum 80% af heildarlaunum.  

Dæmi IV: Launamaður í 50% starfi hefur 250 þús. í mánaðarlaun en vinnuveitandi ákveður að minnka starfshlutfall hans um helming vegna erfiðleika í rekstri. Þessi einstaklingur sækir um 25% atvinnuleysisbætur hjá Vinnumálastofnun. Hann fær því 125 þús. frá vinnuveitenda og 114 þús. frá Vinnumálastofnun. Við þetta lækkar viðkomandi í heildartekjum en ekki vegna skerðingar bóta - hann fær óskert 25% af hámarkstekjutengingu atvinnuleysisbóta þar sem hann er með laun undir 400 þús.kr. 

Starfsmaður hjá mér er ráðinn með ráðningarstyrk frá Vinnumálastofnun. Er mér heimilt að minnka starfshlutfall hans? 

, launamaður og atvinnurekandi sem skrifað hafa undir samning vegna ráðningarstyrks frá Vinnumálastofnun er heimilt að gera samkomulag um minnkað starfshlutfall. Fjárhæð ráðningastyrksins skerðist frá Vinnumálastofnun í réttu hlutfalli við hið minnkaða starfshlutfall og starfsmaður fær greiddar atvinnuleysisbætur á móti í hlutfalli við hið minnkaða starfshlutfall. 

3. Atvinnurekandi

Ég er atvinnurekandi og þarf að staðfesta minnkað starfshlutfall starfsmanna minna vegna samdráttar. Hvernig geri ég það?

Þú ferð á mínar síður atvinnurekenda og fyllir út staðfestingu á minnkuðu starfshlutfalli. 

 

Þarf ég að fara á mínar síður atvinnurekenda til að staðfesta minnkað starfshlutfall fyrir starfsmenn mína?

 og athugaðu að þú þarft að vera með rafræn skilríki eða Íslykil á kennitölu fyrirtækis eða í umboði fyrirtækis til að geta farið inn á mínar síður atvinnurekenda. 

 

Starfsmaður hjá mér er ráðinn með ráðningarstyrk frá Vinnumálastofnun. Er mér heimilt að minnka starfshlutfall hans? 

, launamaður og atvinnurekandi sem skrifað hafa undir samning vegna ráðningarstyrks frá Vinnumálastofnun er heimilt að gera samkomulag um minnkað starfshlutfall. Fjárhæð ráðningastyrksins skerðist frá Vinnumálastofnun í réttu hlutfalli við hið minnkaða starfshlutfall og starfsmaður fær greiddar atvinnuleysisbætur á móti í hlutfalli við hið minnkaða starfshlutfall. 

 

Verður eitthvað eftirlit með þeim fyrirtækjum sem nýta úrræðið?

Vinnumálastofnun er heimilt að óska eftir upplýsingum og gögnum frá vinnuveitanda þar sem fram komi nánari rökstuðningur fyrir samdrætti í starfseminni, svo sem fækkun verkefna eða samdráttur í þjónustu. 

Eiga opinberar stofnanir og sveitarfélög rétt á að sækja um minnkað starfshlutfall?

Já, úrræðið um minnkað starfshlufall gildir um alla atvinnurekendur sem lenda í samdrætti  vegna COVID- 19. Það á einnig við um opinberar stofnanir, sveitarfélög og fyrirtæki á þeirra vegum.

Má atvinnurekandi segja upp fólki og nýta 25% regluna sem uppsagnafrest?

Nei, úrræðið gengur út á það að viðhalda ráðningarsambandi milli launamanns og atvinnurekanda og því á það ekki við um einstaklinga sem eru á uppsagnarfresti

Hvernig reikna ég út mánaðarlaun starfsmanns í staðfestingunni um minnkað starfshlutfall á mínum síðum?

Reikna skal út þau heildar mánaðarlaun sem starfsmaður verður með miðað við minnkað starfshlutfall, þ.e. það sem hann hefði fengið greitt miðað við að vinna heilan mánuð í minnkuðu starfshlutfalli. Dæmi: Jón er í 100% vinnu og fær fyrir það 100.000 kr. á mánuði. Hann fer í 25% starfshlutfall og fyrir það fær hann 25.000 kr. í mánaðarlaun. Er þá skráð inn í áætluð mánaðarlaun 25.000 kr.

Mánaðarlaun starfsmanna hjá mér eru mjög mismunandi vegna vaktaálags o.fl. þátta sem þarf að taka tillit til við útreikning. Hvað geri ég?

Vinnumálastofnun þarf að fá upplýsingar um þau laun sem starfsmaður hjá þér mun fá miðað við þá vinnu sem áætlað er að hann sinni eftir að starfshlutfall er minnkað. Þarf því að skila inn tekjuáætlun til Vinnumálastofnunnar sem endurspeglar á sem réttastan hátt þau laun sem starfsmaður mun fá greidd.

4. Gjaldþrot atvinnurekanda

Ef fyrirtæki sem ég vinn hjá verður gjaldþrota í kjölfar minnkaðs starfshlutfalls á ég þá minni rétt til greiðslna úr Ábyrgðasjóði launa?

Nei, í tilvikum þegar starfshlutfall launamanns hefur verið lækkað að kröfu vinnuveitanda vegna samdráttar í starfsemi hans verður miðað við tekjur launamannsins líkt og þær voru áður en starfshlutfall var lækkað við útreikning á kröfum. 

Hvað gerist ef fyrirtækið sem ég vinn hjá verður gjaldþrota?

Þá heldur þú rétti til greiðslna úr Ábyrgðasjóði launa miðað við fyrra starfshlutfall sem þú varst í. 

5. Sjálfstætt starfandi

Spurningar varðandi samdrátt í rekstri sjálfstætt starfandi á grundvelli bráðabirgðaákvæðis XIV við lög nr. 54/2006 um atvinnuleysistryggingar 

Hvað geri ég ef ég er sjálfstætt starfandi og þarf að minnka rekstur?

Sjálfstætt starfandi einstaklingur þarf ekki að stöðva rekstur heldur eingöngu tilkynna um verulegan samdrátt rekstrar til Skattsins. Er því nóg að þeir skili eyðublaði RSK 5.02 til Skattsins og Skatturinn sendi staðfestingu þess efnis til Vinnumálastofnunnar. 
Hér eru mjög góðar leiðbeiningar frá RSK. :
https://www.rsk.is/um-rsk/frettir-og-tilkynningar/minnkad-starfshlutfall-og-laun-i-sottkvi

 

Þarf ég að tilkynna Vinnumálastofnun um verkefni sem ég sinni meðan ég fæ greiðslur atvinnuleysisbóta?

Já, sjálfstætt starfandi einstaklingur þarf að tilkynna vinnu sem hann tekur að sér á mínum síðum. 

Ég er sjálfstætt starfandi og vantar frekari upplýsingar

Hér má nálgast upplýsingar fyrir sjálfstætt starfandi:
Sjálfstætt starfandi.

Þarf að skila inn verktakayfirlýsingu fyrir sjálfstætt starfandi?

Já, sjálfstætt starfandi einstaklingar þurfa að skila inn verktakayfirlýsingu sem nálgast má hér: https://vinnumalastofnun.is/media/2478/yfirlysingvegnavertakavinnu502.pdf

Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.