Spurt og svarað vegna greiðslna til íþróttafélaga vegna launakostnaðar og verktakagreiðslna 

Skilyrði fyrir greiðslum: 


1. Hverjir eiga rétt á greiðslum?

Þeir sem geta átt rétt á greiðslum samkvæmt lögunum eru íþróttafélög  og önnur sambönd sem starfa innan vébanda Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, þ.m.t. einstakar deildir sem starfa á vegum félags. 

2. Hvað er átt við með sóttvarnarráðstöfunum í skilyrðum laganna ?

Hér er átt við sóttvarnarráðstafanir yfirvalda sem valda því að starfsemi íþróttafélags fellur niður svo sem reglugerðir heilbrigðisráðherra. Til sóttvarnarráðstafna teljast einnig ákvarðanir sveitarfélaga í þessu tilliti, ákvarðanir Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands eða sérsambanda innan vébanda þess sem teknar eru í ljósi fyrrnefndra sóttvarnaráðstafana og hafa áhrif á hefðbundna starfsemi.  

3. Hver eru skilyrði fyrir greiðslum til íþróttafélaga vegna launakostnaðar starfsmanna?

Skilyrði fyrir greiðslum eru eftirfarandi: 

  • Íþróttafélagi hafi verið gert að fella niður starfsemi, að hluta eða öllu leyti, vegna  sóttvarnaráðstafana.  
  • Launamaður eða verktaki hafi ekki getað sinnt starfi sínu með hefðbundnum hætti fyrir hlutaðeigandi íþróttafélag á því tímabili sem félaginu hafi verið gert að fella niður starfsemi. 
  • Önnur atvik hafi ekki staðið í vegi fyrir því að launamaður eða verktaki hafi getað sinnt starfi sínu með hefðbundnum hætti.  
  • Íþróttafélag hafi sannanlega greitt launamanni laun eða verktakagreiðslur á því tímabili sem félaginu hafi verið gert að fella niður starfsemi 

 

4. Ósamrýmanlegar greiðslur

Hafi launþegi eða verktaki þegið greiðslur vegna launa í sóttkví sbr. lög nr. 24/2020 á sama tímabili og sótt er um greiðslu  samkvæmt úrræði þessu útilokar það greiðslur til íþróttafélags á þessum grundvelli. Það sama gildir um launþega sem nú þegar njóta greiðslna á grundvelli úrræðis um vinnusamninga öryrkja.  


Umsóknarferli


1. Hvar er sótt um endurgreiðslur vegna launakostnaðar?

Íþróttafélög sækja um endurgreiðslur í gegnum Mínar síður atvinnurekenda. Íþróttafélög sem ætla sér að sækja um greiðslur þurfa  verða sér úti um Íslykil eða rafræn skilríki fyrir íþróttafélagið. Það mun auðvelda og tryggja öryggi við skil á þeim upplýsingum sem félögin munu þurfa að senda Vinnumálastofnun. Hér má nálgast upplýsingar um Íslykil, sjá https://vefur.island.is/islykill/, eða rafræn skilríki, sjá https://www.skilriki.is/. 

2. Hvernig sækir íþróttafélag um greiðslur vegna launakostnaðar?

Íþróttafélög sækir um greiðslur rafrænt á Mínum síðum atvinnurekenda. Umsóknina má finna undir liðnum „Endurgreiðslur til íþróttafélaga“. 

Atvinnurekandi fyllir út upplýsingar um tengilið félags en tengiliður ber ábyrgð á samskiptum við Vinnumálastofnun vegna umsóknar, bankaupplýsingar og tilgreinir þær sóttvarnarráðstafanir sem höfðu áhrif á starfsemi félagsins.

Í framhaldinu  skráir atvinnurekandi upplýsingar um  þá starfsmenn sem óskað er eftir endurgreiðslu vegna í umsókn.  

Upplýsingar sem veita þarf um starfsmenn eru m.a.: 

  • Starfsheiti.  
  • Hvort starfsmaður er launþegi eða verktaki.   
  • Hvort hann starfar við barna- og unglingastarf, afreksstarf eða bæði 
  • Þegar sótt er um vegna launþega þarf að tilgreina hvort greitt sé framlag vegna viðbótarlífeyrissparnaðar fyrir viðkomandi.   
  • Tilgreina skal alla þá daga á umsóknartímabili sem starfsmaður gat ekki, að öllu leyti eða hluta, sinnt starfi sínu með hefðbundnum hætti hjá félaginu.  
  • Vegna verktaka skal skila bæði afritum af reikningum frá verktaka vegna tímabils og staðfestingu á greiðslum viðkomandi reikninga, til að mynda millifærslukvittanir 
  • Vegna launþega skal skila afriti af launaseðlum þeirra mánaða sem sótt er um greiðslur fyrir. 

3. Hver sækir um greiðslur fyrir hönd íþróttafélags?

Almennt er gengið út frá því að aðalstjórn félags sæki um og beri ábyrgð á umsókn um greiðslur fyrir hönd hvers félags. Í þeim tilvikum þar sem stakar íþróttadeildir eða rekstrareiningar innan félaga halda sérstaklega utan um starfsmannahald, launagreiðslur og bókhald getur farið betur á að sú rekstrareining sæki sérstaklega um greiðslur vegna sinna starfsmanna. Mælist Vinnumálastofnun til að íþróttafélög ræði það við einstaka deildir og starfseiningar innan síns félags hvernig best sé farið með umsóknir um greiðslur.  

4. Þarf íþróttafélag að hafa greitt laun eða reikning verktaka til að eiga rétt á endurgreiðslu?

Já,  það er skilyrði að íþróttafélag hafi sannanlega greitt launamanni laun eða verktakagreiðslur á því tímabili sem félaginu hafi verið gert að fella niður starfsemi.   

5. Hvaða upplýsingar þurfa að koma fram í umsókn?

Í umsókn skulu koma fram upplýsingar um íþróttafélag, þann tengilið sem félag tilnefnir vegna umsóknar, bankaupplýsingar og ástæður lokunar eða stöðvunar á starfsemi. Þá þarf félagið að tilgreina upplýsingar um þá starfsmenn sem sótt er um greiðslur vegna, t.d. starfsheiti, hvort starfsmaður sinni starfi við barna- og unglingastarf, afreksstarf eða bæði. Þá þarf að koma fram hvort starfsmaður starfi sem launþegi eða verktaki á vegum félags.  Vegna verktaka skal skila bæði afritum af reikningum frá verktaka vegna tímabils og staðfestingu á greiðslum viðkomandi reikninga, til að mynda millifærslukvittanir.  Vegna launþega skal skila afriti af launaseðlum þeirra mánaða sem sótt er um greiðslur vegna. 

6. Þarf að sækja um greiðslur fyrir ákveðinn tíma?

Hægt er að sækja um greiðslur  fyrir tímabilið 1. október 2020 til og með 31. desember 2021.

Umsóknir um greiðslur skulu berast Vinnumálastofnun fyrir 31.mars 2022. Eftir þá dagsetningu fellur réttur til greiðslu niður. 

Nauðsynlegar upplýsingar vegna umsóknar þurfa að berast til Vinnumálastofnunar innan 45 daga frá því að umsóknin berst stofnuninni. Að þeim tíma liðnum er Vinnumálastofnun heimilt að hafna umsókn. 

7. Hvar er hægt að nálgast upplýsingar um stöðu á umsókn félags?

Upplýsingar um stöðu og yfirlit innsendra umsókna má nálgast á Mínum síðum atvinnurekenda. Þá má nálgast þar greiðsluseðla og önnur ákvörðunarskjöl þegar ákvörðun hefur verið tekin vegna umsóknar og greiðslur farið fram. 

8. Hvar skila ég viðbótargögnum vegna umsóknar?

Á Mínar síður atvinnurekenda, undir flokknum „Staða umsóknar um endurgreiðslu til íþróttafélags. 

9. Þarf að senda inn umsókn fyrir alla starfsmenn íþróttafélags í einni umsókn ?

Nei, það er ekki skilyrði að allir starfsmenn íþróttafélags séu tilgreindir í einni og sömu umsókninni, þó það kunni að vera hagræði af því fyrir umsækjendur. Kjósi félag að sækja um fyrir starfsmenn sína í áföngum t.d. eftir deildum innan félags eða annarri aðgreiningu er það heimilt.


Fjárhæðir:


1. Hvað telst til launa þegar reiknuð er fjárhæð greiðslna?

Til launa teljast heildarlauna launamanns í þeim almanaksmánuði eða almanaksmánuðum sem íþróttafélagi hefur verið gert að fella tímabundið niður starfsemi á, tímabili þegar opinberar sóttvarnarráðstafanir hafa verið í gildi auk launatengdra gjalda. Með launagreiðslum er þó ekki átt við ýmiss konar hlunnindi, svo sem bifreiðastyrki, dagpeninga eða húsaleigu, sbr. 1. mgr. 5. gr.  

Verktakagreiðslur fyrir störf sem snúa beint að íþróttastarfi viðkomandi íþróttafélags teljast einnig til launakostnaðar.  

 

2. Hverjar eru fjárhæðir greiðslna til íþróttafélaga vegna launamanna?

Greiðsla til íþróttafélags getur numið launakostnaði eða verktakagreiðslum á því tímabili sem íþróttafélagi var gert að fella niður starfsemi, að hluta eða öllu leyti.   

Greiðsla getur þó ekki orðið hærri en 400.000 kr. á mánuði fyrir hvern launamann eða hvern verktaka þar sem miðað er við almanaksmánuð, en hlutfallslega lægri fyrir styttra tímabil.  

Dæmi: íþróttafélag sem greiðir launamanni 350.000 kr. í laun fyrir janúar 2021 þegar félaginu hefur verið gert að fella tímabundið niður starfsemi vegna opinberra sóttvarnaráðstafana. Starfsemin var þó einungis felld niður í tíu daga á tímabilinu vegna opinberra sóttvarnaráðstafana. Greiðslur til íþróttafélagsins nema því 32% af launagreiðslum til launamannsins fyrir þann mánuð, eða sem nemur launagreiðslu fyrir 10 daga af 31 degi í janúarmánuði. Greiðslur til íþróttafélagsins vegna launa launamannsins nema því 32% 350.000 kr., eða 112.000 kr. Ofan á það leggjast launatengd gjöld, sem nema 17.6% eða 19.6% eftir því hvort greitt var framlag vegna viðbótarlífeyrissparnaðar. Endurgreiðsla til íþróttafélags vegna starfsmanns í janúarmánuði 2021 yrði því 131.712 kr. eða 133.952 kr. eftir atvikum.  

3. Hverjar eru fjárhæðir greiðslna til íþróttafélaga vegna verktaka?

Greiðsla til íþróttafélags vegna verktakagreiðslna getur numið allt að 400.000 kr. á mánuði fyrir hvern verktaka þar sem miðað er við heilan almanaksmánuð en hlutfallslega lægri fyrir styttra tímabil.  

Dæmi: íþróttafélag greiddi verktaka 300.000 kr. fyrir störf í janúar 2021 þegar félaginu hafði verið gert að fella tímabundið niður starfsemi vegna opinberra sóttvarnarráðstafana í alls 13 daga á tímabilinu. Greiðslur til félagsins nema því 42% af greiðslu janúar til verktakans eða sem nemur 13 af 31 degi í janúar. Endurgreiðsla til íþróttafélags vegna viðkomandi starfsmanns næmi því 126.000 kr. 

4. Hvað telst til launatengdra gjalda?

Til launatengdra gjalda teljast 6.1% vegna tryggingargjalds, 11.5% vegna skyldutryggingar lífeyrissjóðs  og 2% vegna viðbótarlífeyrissparnaðar ef við á. 

Launatengd gjöld reiknast af fjárhæð staðgreiðsluskyldra launa. Þá skal tekið fram að tryggingargjald ársins 2020 nam 6,35% en 6,1% á árinu 2021. 


Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni