Greiðsla atvinnuleysisbóta fyrir júlímánuð

Atvinnuleysisbætur verða greiddar út þriðjudaginn 02. ágúst til þeirra sem staðfestu atvinnuleit á tímabilinu 20.-25. júlí. Leiðréttar atvinnuleysisbætur og bætur vegna seinni staðfestinga verða greiddar 09. ágúst.

Lesa meira

Sumarlokanir hjá Vinnumálastofnun

Skrifstofur Vinnumálastofnunar á Vestfjörðum, Austurlandi og Suðurlandi verða lokaðar vegna sumaleyfa á eftirtöldum tímabilum.
Á Vestfjörðum frá 18. júlí - 2. ágúst, á Austurlandi frá 11. júlí - 2. ágúst og á Suðurlandi frá 18. júlí - 2. ágúst.

Umsóknir um atvinnuleysisbætur verða afgreiddar með eðlilegum hætti og ekki verður nein töf á þeim vegna þessara lokana.
Þjónustuver Vinnumálastofnunar er opið og þangað geta allir sem þurfa á aðstoð að halda snúið sér.

Sími þjónustuversins er 515 4800.

Lesa meira

Vinnumálastofnun óskar eftir að ráða deildarstjóra tölvudeildar

Vinnumálastofnun óskar eftir að ráða deildarstjóra tölvudeildar. 
Tölvudeildin er staðsett í Kringlunni 1, 103 Reykjavík og þjónustar allar starfsstöðvar stofnunarinnar. 
Leitað er eftir einstaklingi sem á auðvelt með að tileinka sér gildi Vinnumálastofnunnar: Fyrirmyndarþjónusta; Virðing; Áreiðanleiki. 
Næsti yfirmaður er sviðsstjóri upplýsingatækni og rannsóknasviðs.

Lesa meira

Skráð atvinnuleysi var 2% í júní 2016.

Skráð atvinnuleysi í júní var 2%, en að meðaltali voru 3.789 atvinnulausir í júní og fækkaði atvinnulausum um 229
 að meðaltali frá maí eða um 0,2 prósentustig.

Lesa meira

Sumarlokun Vinnumálastofnunar á Vestfjörðum

Þjónustuskrifstofa Vinnumálastofnunar á Vestfjörðum verður lokuð frá 18. júlí til 02. ágúst 2016. Erindi verða afgreidd í þjónustuveri Vinnumálastofnunar í síma: 515 4800 eða netfangið postur@vmst.is

Lesa meira

Sumarlokun á skrifstofu Vinnumálastofnunar á Suðurlandi

Skrifstofa Vinnumálastofnunar á Suðurlandi verður lokuð vegna sumarleyfa dagana 18. júlí til 1. ágúst.  Opnum aftur þriðjudaginn 2. ágúst kl. 9.00.

Lesa meira

Hópuppsagnir í júní 2016

Engar tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í júní.

Lesa meira

Aukin atvinnutækifæri og fjölbreyttari störf fyrir fólk með fötlun

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra hefur veitt Vinnumálastofnun sjö milljóna króna framlag í verkefni sem hefur þann tilgang að fjölga starfstækifærum fyrir fólk með fötlun og auka fjölbreytni starfstilboða. Féð er veitt á grundvelli framkvæmdaáætlunar í málefnum fatlaðs fólks.

Lesa meira

Forstöðumaður nýrrar þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunar á Sauðárkróki fyrir húsnæðisbætur.

Laus er til umsóknar ný staða forstöðumanns hjá Vinnumála­stofnun.

Lesa meira

Skráð atvinnuleysi var 2,2% í maí 2016

Skráð atvinnuleysi í maí var 2,2%, en að meðaltali voru 4.018 atvinnulausir í maí og fækkaði atvinnulausum um 330
að meðaltali frá apríl eða um 0,3 prósentustig.

Lesa meira

Hópuppsagnir í maí 2016

Engar tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í maí 2016.

Lesa meira

Vinnumálastofnun veitti viðurkenningar á ársfundi

Vinnumálastofnun hélt vel heppnaðan ársfund sinn 12.maí síðastliðin þar sem áherslan var á nauðsyn fjölbreytileika á vinnumarkaði. Á ársfundinn mættu um 150 manns þar sem erindin voru bæði fjölbreytt og fræðandi. Ketill Berg Magnússon framkvæmdastjóri Festu, miðstöðvar um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja var fundarstjóri og stýri fundinum með miklu sóma.

Lesa meira

Þú hefur skoðað 192 fréttir af 282

Sýna fleiri fréttir
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þjónustuskrifstofur Vinnumálastofnunar loka tímabundið vegna COVID-19

See English version below - Zobacz wersję polską poniżej -

Frá og með 31. júlí  verða allar þjónustuskrifstofur Vinnumálastofnunar lokaðar tímabundið vegna COVID-19 veirunnar.

Þetta er gert af öryggisástæðum svo að tryggt verði að atvinnuleitendur fái greiddar atvinnuleysisbætur.

Símaver Vinnumálastofnunar, sími: 515 4800 verður opið frá mánudaga til fimmtudaga frá kl. 09:00-15:00 og föstudaga frá klukkan 09:00 – 12:00. Þá er hægt að senda fyrirspurnir með tölvupósti á postur@vmst.is.

Allar nauðsynlegar upplýsingar er einnig hægt að finna á vef Vinnumálastofnunar.

- English -

Directorate of Labour Service Centers closed from the 31th of July.

From the 31th of July, all Directorate of Labour service centers will be closed due to the COVID-19 virus.This due to security measures in place to ensure the payment of unemployment benefits to jobseekers.
The Directorat of Labour‘s phone lines will be open Monday - thursday: 09:00-15:00
and Friday: 09:00-12:00 (515 4800) and inquiries may also be sent via email to postur@vmst.is

All necessary information can also be found at The Directorate of Labour‘s website.

- Polska -

Biura Urzędu Pracy z powodu wirusa Covid – 19 od 31 lipca będą nieczynne do odwołania

Od 31 lipca wszystkie oddziały Urzędu Pracy będą nieczynne. Decyzja ta została podjęta przede wszystkim dlatego aby zapewnić wypłaty zasiłków dla bezrobotnych w odpowiednim czasie.

Linie telefoniczne są czynne od poniedziałku do czwartku w godzinach 09:00 – 15:00 i w piątki w godzinach 09:00 – 12:00. Pytania można również wysyłać mailowo na postur@vmst.is. Bieżące informacje będą również widoczne na stronie internetowej Urzędu Pracy

 

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

, má bjóða þér að prófa að spjalla við Vinný, nýtt snjallmenni Vinnumálastofnunar?
Vinný snjallmenni