Önnur námskeið


Fjölsmiðjan

Atvinnuleitendur hafa kost á að fara í starfsþjálfun hjá Fjölsmiðjunni. 

Skráning á námskeið fer fram í gegnum netfangið: namskeidhb@vmst.is

Mikilvægt er að fram komi heiti námskeiðs, nafn og kennitala þátttakanda.

Fjölsmiðjan er vinnusetur fyrir ungt fólk. Markmiðið er að gera nema Fjölsmiðjunnar hæfari á vinnumarkaði. Áhersla er lögð á að styrkja félagslega færni og þroska námsgetu. Nemar sem hafa fengið þjálfun hjá Fjölsmiðjunni fara flestir í vinnu á almennum vinnumarkaði eða hefja nám. Fjölsmiðjan sinnir mikilvægu hlutverki þegar þörf er félagslegum úrræðum fyrir unglinga. Byggt er á góðu samstarfi við atvinnulífið, félagsþjónustu sveitarfélaganna og aðra aðila sem vinna að málefnum ungs fólks.

 

Matsbraut hjá Hringsjá

Hentar vel þeim sem vilja meta stöðu sína gagnvart vinnumarkaði eða námi.

 • Þeir sem þurfa að auka daglega virkni  
 • Þeir sem eru að stefna á nám en hafa verið lengi frá námi  
 • Almennir atvinnuleitendur  
 • Langtímaatvinnulausir  
 • Fólk með skerta starfsgetu  
 • Þeir sem vilja vera í litlum hóp með einstaklingsmiðaða nálgun  

 

Lýsing á þjónustu: 

Um er að ræða þjónustu í 1-2 mánuði. Þátttaka einstaklings telst fullnægjandi ef honum tekst meðal annars að mæta og taka þátt í þjónustu sem nemur 12-15 tímum á viku. Alltaf hægt að koma inn í hóp ef það er laust pláss. Að auki einstaklingsviðtöl við iðjuþjálfa, kennara og ráðgjafa Hringsjár.  

 

Innihald/uppbygging brautar: 

Verkefnavinna, tölvunotkun, tölunotkun, valdefling, sjálfsstyrking, mat á færni,  geðrækt og hreyfing t.a.m. jóga. Dagskráin miðar að því að styrkja sjálfsmynd þátttakenda og stuðla að jákvæðu viðhorfi til náms eða starfs. Nálgun er einstaklingsmiðuð og efnistök fjölbreytt.    

 

Lengd: 

1-2 mánuðir, 12-15 stundir á viku. 

Staðsetning: 

Hringsjá, Hátúni 10d, 105. Reykjavík 

Skráning á námskeið fer fram í gegnum netfangið: namskeidhb@vmst.is 

Mikilvægt er að fram komi heiti námskeiðs, nafn og kennitala þátttakanda. 

 

Námskeið hjá Hringsjá

Atvinnuleitendur hafa kost á að skrá sig á námskeið hjá Hringsjá. Athugaðu að  skráning á námskeið fer fram í gegnum netfangið namskeidhb@vmst.is Mikilvægt er að fram komi heiti námskeiðs, nafn og kennitala þátttakanda.

Smelltu hér til að sjá námskeið hjá Hringsjá 

Námskeið og virkniúrræði sem atvinnuleitendur geta fengið námsstyrk til að sækja

Til viðbótar við námskeið sem Vinnumálastofnun skipuleggur býðst atvinnuleitendum styrkur til að taka þátt í viðurkenndum námskeiðum að eigin vali. Námskeiðin þurfa að vera í samræmi við náms- og starfsferil einstaklings og/eða talin styrkja stöðu og möguleika viðkomandi á vinnumarkaði. Námsstyrkurinn nemur 75% af námskeiðsgjaldi en getur þó aldrei orðið hærri 80.000 á ári. Námsstyrkur Vinnumálastofnunar hefur ekki áhrif á rétt atvinnuleitanda á námsstyrk frá stéttarfélagi viðkomandi. Umsóknir um námsstyrki eru afgreiddar á sérstökum fundum og er ekki sjálfgefið að allar umsóknir séu samþykktar.

Nauðsynlegt er að fylla út umsókn um námsstyrk sem er á þessum hlekk:

https://vinnumalastofnun.is/radgjof-og-thjonusta/nam-og-namskeid/namsstyrkir

Vinnustofa í Nýsköpun

Vinnumálastofnun, í samstarfi við Senza Partners, býður upp á vinnustofu í nýsköpun þar sem frumkvöðlum á allra fyrstu stigum (þá sem langar að stofna fyrirtæki en eru enn ekki með fastmótaða hugmynd, eða óvissir hvort þeir eigi að halda áfram með hugmynd) er hjálpað að meta hugmyndir, ramma inn viðskiptaáætlun, móta stefnu, gera fjárfestakynningar, æfa framsögu auk þess sem farið er yfir helstu atriði varðandi stofnun fyrirtækja og styrkja- og fjármögnunarmöguleika.

 

Um fjarnámskeið er að ræða og hist er tvisvar, 3 klst í senn.

Dagskrá

 

Dagur 1:

- Mat hugmynda, tæki og tól

- Lean aðferðafræðin

- Viðskiptaáætlun

- Fjárhagsáætlun

- Kynningar og lyfturæður

 

Dagur 2:

- Þátttakendur flytja 5min kynningu með PPT eða 1mín lyfturæðu án PPT (fer eftir fjölda)

- Stofnun fyrirtækja og rekstur sprotafyrirtækis fyrstu árin

- Styrkir og styrkjaumhverfi fyrir sprotafyrirtæki á Íslandi

- Spurningar og ítarefni

 

Leiðbeinandi er Einar Sigvaldason, stjórnendaþjálfi hjá Senza Partners.

Um leiðbeinanda

 • MBA frá UC Berkeley, Cand.Oecon í viðskiptafræði, löggiltur verðbrefamiðlari frá Háskóla Íslands.
 • Stjórnendaþjálfi og námskeiðshaldari hjá Senza Partners, senza.is.
 • Framkvæmdastjóri og ráðgjafi þróunarstyrkja hjá Horizon Partners, horizonpartners.is.
 • 15 ár framkvæmdastjóri 3ja sprotafyrirtækja á hugbúnaðarsviði.
 • 15 ár í nýsköpun á Íslandi og San Francisco.
 • 20 ára reynsla við gerð viðskiptaáætlana & ótal fjárfesta- og sölukynninga.
 • https://www.linkedin.com/in/einarsigvalda/

 

Skráning á námskeið fer fram í gegnum netfangið: namskeidhb@vmst.is 

Mikilvægt er að fram komi heiti námskeiðs, nafn og kennitala þátttakanda. 


Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni