Stafræn hæfni á vinnumarkaði

Vinnuumhverfi samtímans gerir sífellt meiri kröfur um stafræna hæfni starfsmanna. Í heimi þar sem tæknibreytingar eru örar verður þörfin á að fólk uppfæri tölvufærni sína og tæknilæsi sífellt meiri.

Á þessu námskeiði munum við skoða hvað hefur verið að  gerast í heimi upplýsingatækninnar undanfarin ár.  Við munum skoða hvernig vinnuumhverfi nútímans lítur út, og kynnast þeim tólum og tækjum sem fyrirtæki eru að nýta sér í dag. 

 

Námskeiðið er sniðið að þörfum þess hóps sem er vanur að vinna við tölvu en hefur verið utan vinnumarkaðar í einhvern tíma.

Markmiðið er að þeir sem námskeiðið sitji öðlist aukna trú á eigin getu við vinnu í stafrænu umhverfi, geti þannig haldið í við nýjungar í tækniheiminum og eigi auðveldara með að aðlagast breyttu vinnuumhverfi þegar þeir koma aftur út á vinnumarkaðinn.

Námskeiðið skiptist í tvær 3 klst. lotur, samtals 6 klukkustundir.  Kennari er Hermann Jónsson hjá Tækninám.

Námskeiðið er kennt í Borgartúni 23, Reykjavík (húsnæði Akademias)

Skráning á námskeið fer fram í gegnum netfangið namskeidhb@vmst.is Mikilvægt er að fram komi heiti námskeiðs, nafn og kennitala þátttakanda.

Tæknilæsi og tölvufærni

Í heimi þar sem tæknibreytingar eru örar verður þörfin á að fólk uppfæri tölvufærni sína og tæknilæsi sífellt fyrirferðarmeiri og aðkallandi að mæta fólki á vinnumarkaði hvað varðar færniþróun á þessu sviði. Námið er fyrir alla þá sem vilja efla skilning sinn á stafrænum heimi og efla grunnhæfni í upplýsingatækni. 

Að námi loknu á sá sem situr námið að hafa öðlast þekkingu og leikni sem stuðla að jákvæðu viðhorfi gagnvart tækjum og upplýsingatækni auk þess að hafa styrkt grunnþekkingu sína og færni í upplýsingatækni. Lykilatriði að þeir sem námið sitji öðlist aukna trú á eigin getu við vinnu í stafrænu umhverfi og geti þannig haldið í við nýjungar í tækniheiminum. Auk almennrar tæknifærni og læsis er í náminu fjallað um stýrikerfi, skýjalausnir, sjálfvirkni og gervigreind, öryggisvitund auk fjarvinnu og fjarnáms. 

Námið er sett þannig upp að það er auðvelt verði að laga það að mismunandi starfsemi, atvinnugreinum eða aðstæðum í atvinnulífinu og tekið er tillit til tækniframfara og breytinga sem eiga sér stað á hverjum tíma. 

Helstu viðfangsefni námsins eru:

  • Tæknifærni og tæknilæsi
  • Stýrikerfi
  • Skýjalausnir
  • Sjáfvirkni og gervigreind
  • Öryggisvitund
  • Fjarvinna og fjarnám

 

Skráning á námskeið fer fram í gegnum netfangið namskeidhb@vmst.is. Mikilvægt er að fram komi heiti námskeiðs, nafn og kennitala þátttakanda.

Framvegis - miðstöð símenntunar fer með umsjón námskeiðs en á heimasíðu þeirra er hægt að fá frekari upplýsingar.

*ATH – námskeiðið er hugsað fyrir þá sem hafa ekki lokið framhaldsskóla.


Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni