Starfsleitar - og hvatningarnámskeið


Að markaðssetja sjálfan sig (fyrir 18-30 ára)

Námskeiðið er ætlað ungu fólki sem hvorki er við nám eða störf og stendur á krossgötum í lífinu. Lögð verður áhersla á aukna sjálfsþekkingu, frumkvæði, betri samskiptafærni og sjálfstæði þátttakenda við að meta möguleika og taka ákvarðanir um mótun framtíðar sinnar. 

Námskeiðið byggir á ráðgjöf fyrir þá sem vilja móta raunhæfa framtíðarsýn og auka vitund sína um eigin viðhorf, væntingar og hæfileika með það að markmiði að þátttakandinn fái betur notið sín í starfi, námi og leik. 

Námskeiðið er 18 klst. 

Umsjón: Andri Tómas Gunnarsson 

Skráning á námskeið fer fram í gegnum netfangiðnamskeidhb@vmst.isMikilvægt er að fram komiheiti námskeiðs, nafn og kennitala þátttakanda. 

Atvinnuleitin frá A - Ö

Á námskeiðinu er farið yfir alla þætti sem tengjast atvinnuleitinni, undirbúning, framkvæmd og eftirfylgni.
Þátttakendur fá þjálfun og leiðbeiningar um hvernig haga beri atvinnuleitinni, hvar og hvernig leitað er að starfi, eignast fullbúna ferilskrá,  eru undirbúnir fyrir atvinnuviðtöl og eftirfylgni og öðlast getu til að takast á við atvinnuleitina með markvissum og árangursríkum hætti.
Námskeiðið er einstaklingsmiðað og innifelur m.a. einkatíma hjá ráðgjafa þar sem veitt er persónuleg og fagleg ráðgjöf. Einnig er fjallað  um helstu áskoranir, markmiðasetningu, virkni og leiðina til árangurs. 
Námskeiðið skiptist í 4 hluta, 2 – 2,5 klst í senn,  alls 8 – 10 klst.
Umsjón með námskeiðinu: HH Ráðgjöf - Ráðningarþjónusta og Mannauðsráðgjöf
Leiðbeinendur á námskeiðinu: Hulda Helgadóttir, Anika Ýr Böðvarsdóttir og Helga María Helgadóttir.

Skráning á námskeið fer fram í gegnum netfangið namskeidhb@vmst.is Mikilvægt er að fram komi heiti námskeiðs, nafn og kennitala þátttakanda.

Fullkomin ferilskrá

Námskeiðið Fullkomin ferilskrá er ætlað  fólki í atvinnuleit og er markmið þess að þátttakendur eigi vandaða, nútímalega og faglega ferilskrá og auki þar með starfshæfni sína. Boðið er upp á námskeiðið bæði í stað- og fjarnámi.

Farið verður í allt ferli starfsumsóknar. Lögð verður áhersla á að hver þátttakandi skilgreini eigin styrkleika og verður því byrjað á styrkleikamati. Niðurstöður þeirrar vinnu verða svo nýttar til að búa til starfsumsókn, vinna ferilskrá og kynna sig í atvinnuviðtali hvort sem einstaklingur mætir á staðinn eða fari í viðtal í gegnum fjarfundarbúnað.

Fagaðilar á hverju sviði sjá um að leiðbeina þátttakendum.

Námskeiðið er 12 klst sem dreifist á þrjú til fjögur skipti.

Skráning á námskeið fer fram í gegnum netfangið namskeidhb@vmst.is Mikilvægt er að fram komi heiti námskeiðs, nafn og kennitala þátttakanda.

Framvegis fer með umsjón námskeiðsins. 

Færniþættir á 21. öldinni

  1. Þróun atvinnulífs, fjórða iðnbyltingin, þverfaglegir færniþættir sem vinnuveitendur telja mikilvægasta þegar þeir ráða starfsmenn í vinnu. Fjallað er um áherslur atvinnurekenda á færniþættina, samspil þeirra og tengingu við starfsánægju, styrkleika og trú á eigin færni.
  2. Styrkleikagreining unnin af þátttakendum og rætt hvernig talsmenn þátttakendur eru fyrir sjálfa sig, hagnýtar leiðir til að draga fram færni og reynslu í atvinnuleit.
  3. Að takast á við breytingar, farið í algengar áskoranir í breytingum og leiðir til að takast á við breytingar og nýta sér þær til aukinna lífsgæða og árangurs.
  4. Lykilþættir árangurs og ánægju, farið yfir atriði sem einkenna þá sem hafa náð árangri og mælast hátt í starfs- og lífsánægu.
  5. Þrautseigja og seigla, fjallað um áhrifamátt þrautseigju á eigin lífsferil, leiðir til að efla með sér þrautseigju og árangur þess s.s. að takast á við óvissu og streitu.
  6. Farið er ítarlega í undirbúning fyrir atvinnuviðtöl, markmiðssetningu, leiðir til að gera atvinnuleitina árangursríkari og mikilvægi þess að hlúa að sjálfum sér á atvinnuleitartímabili.

 

Námskeiðið er 17,5 klst.

Umsjón:  Sigríður Hulda Jónsdóttir, MA í náms- og starfsráðgjöf og MBA í stjórnum og viðskiptum. Sigríður Hulda er eigandi SHJ ráðgjafar sem sérhæfir sig í fræðsla og stjórnendaráðgjöf fyrir fyrirtæki, sjá www.shjradgjof.is og SHJ ráðgjöf á Facebook og Instagram. Sigríður hefur mjög mikla reynslu af fræðslu og námskeiðshaldi.

Skráning á námskeið fer fram í gegnum netfangið namskeidhb@vmst.is Mikilvægt er að fram komi heiti námskeiðs, nafn og kennitala þátttakanda.  

Staðsetning auglýst síðar.

Hæfnismat - hvert á ég að stefna?

Námskeiðið snýr að því að aðstoða þátttakendur við að greina hæfnisvið sitt og hjálpa þeim að átta sig á hvert þeir eiga að stefna. Námskeiðið er í formi fyrirlestra, einstaklingsvinnu og hópavinnu.   

Skipulag námskeiðsins:

Dagur 1: Kynning á námskeiðinu og áhugaverð dæmi úr raunheimum, bæði árangur og mistök. Farið yfir aðferðafræði og unnið að SVÓT greiningu (styrkleikar, veikleikgar, ógnanir og tækifæri) hvers þátttakanda.

Dagur 2: SVÓT greining borin saman við tækifæri og hindranir á vinnumarkaði og hvernig hægt sé að nýta sér það til að ná persónulegum árangri. Kynning á aðferðafræði hugarflugs (e. brainstorm).

Dagur 3: Kynning á Canvas aðferðafræðinni. Hver þáttakandi vinnur Canvas líkan (Business Model Canvas er vinsæl aðferðafræði við mat á tækifærum).

Dagur 4: Farið yfir Canvas líkön þátttakenda og opin vinnustofa.

Námskeiðið er 16 klst. Kennt verður í sal miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu, mánudaga og fimmtudaga frá kl. 9-13 í tvær vikur, alls 4 skipti.

Leiðbeinendur: Páll Kr. Pálsson og Þórdís J. Wathne frá ráðgjafafyrirtækinu Áttum ehf.

fer fram í gegnum netfangið namskeidhb@vmst.is Mikilvægt er að fram komi heiti námskeiðs, nafn og kennitala þátttakanda.

Í leit að nýju starfi

Þegar við verðum atvinnulaus og förum að leita okkur að vinnu, þá hefst atvinnuleitin oft af krafti en fljótlega finnst okkur ekkert vera að ganga.

Við fáum engin svör og ef við fáum þau, þá eru þau neikvæð. Það fjarar oft fljótt undan okkur og við missum vonina. Við upplifum að við höfum reynt allt og að þetta allt sé það eina sem hægt er að gera.

Á þessu námskeiði er atvinnuleit skoðuð á nýjum og breiðari grunni en almennt gerist. Námskeiðið vekur fólk til umhugsunar um viðhorf sitt til vinnunnar, fjölskyldunnar, lífsins sjálfs og mikilvægi þess að lifa hamingjusamari í nútímanum en festast ekki í hinu liðna. Þekkingaröflun á að vera gefandi og skemmtileg og því er þetta námskeið byggt upp á dæmisögum, myndskeiðum og opnum og frjálslegum umræðum þar sem allar skoðanir fá að njóta sín.

Viljir þú auka líkurnar á að fá starf við þitt hæfi og öðlast aukið sjálfstraust í atvinnuviðtalinu er þetta námskeið sem hentar þér. Gerðu þér grein fyrir gildi jákvæðs viðhorfs og auktu sjálfstraust þitt, horfðu bjartari augum til framtíðar og láttu ekki ótta stoppa þig í því sem þig langar til að gera.

Námskeiðið er 24 klst.

Umsjón:  Ásgeir Jónsson

Skráning á námskeið fer fram í gegnum netfangið namskeidhb@vmst.is Mikilvægt er að fram komi heiti námskeiðs, nafn og kennitala þátttakanda.

Markviss atvinnuleit 45+

Markviss atvinnuleit 45+ er námskeið fyrir atvinnuleitendur á aldrinum 45 – 63 ára, þar sem allar mögulegar leiðir í atvinnuleitinni eru kynntar. Sérstaklega er fjallað um þær hindranir sem mætt geta fólki á þessum aldri og hvernig sigrast má á þeim. 

Hvernig er hægt að hanna umsóknargögn þannig að atvinnuleitendur á þessum aldri nái í gegn og komist í atvinnuviðtal? Hvernig má sigrast á mögulegum aldursfordómum og komast í starf þar sem hæfni, þekking og reynsla viðkomandi fær að njóta sín? 

Valdeflandi áherslur og hvatning í atvinnuleitinni. M.a. er fjallað um styrkleikapróf, LinkedIn og atvinnuviðtalið. 

Námskeiðið er 3 klst. og gefst atvinnuleitendum kostur á að bóka viðtal hjá ráðgjafa í lok námskeiðs, þar sem viðkomandi fær frekari aðstoð við atvinnuleitina. 

 

Kennarar: Dröfn Haraldsdóttir og Edda Björk Viðarsdóttir, ráðgjafar hjá Vinnumálastofnun 

Staður: Grensásvegur 9, 1.hæð 

Lengd: 3 klukkustundir 

Skráning á námskeið fer fram í gegnum netfangið namskeidhb@vmst.is Mikilvægt er að fram komi heiti námskeiðs, nafn og kennitala þátttakanda 

Mitt líf mín framtíð - (fyrir 18-30 ára)

Tilgangur og markmið: Markmið námskeiðsins er að styðja við ungt fólk í atvinnuleit. Valdeflandi áherslur og persónuleg nálgun; að greina áhugasvið, styrkleika, taka ábyrgð og vinna á hagnýtan hátt næstu skref til náms eða starfs. Efnisþættir námskeiðs: Hver er ég og á hvaða leið er ég? Ferilskrárgerð. Þátttakendur vinna vandaða ferilskrá og fá einsaklingsaðstoð við það. Hvernig er hægt að skapa sér tækifæri? Lykilþættir sjálfstrausts. Á hverju hef ég áhuga? Þátttakendur taka áhugasviðskönnun og niðurstöður tengdar við störf og starfssvið. Samantekt og framtíðarmarkmið. Algengar spurningar í atvinnuviðtali ræddar og atvinnuviðtalið æft. Þátttakendur koma með atvinnuauglýsingar/námsumsóknir sem höfða til þeirra og atvinnuviðtalið æft út frá því/næstu skref skipulögð. Einstaklingsmiðuð nálgun.

Skráning á námskeið fer fram í gegnum netfangið namskeidhb@vmst.is Mikilvægt er að fram komi heiti námskeiðs, nafn og kennitala þátttakanda.

Umsjón:  Sigríður Hulda Jónsdóttir

Ný tækifæri

Lögð er áhersla á að draga fram styrkleika þátttakenda um leið og áskoranir eru skilgreindar og leiðir til að takast á við þær markaðar í því skyni að efla lífsgæði og tækifæri. Fjallað er um þá færniþætti sem mikilvægir eru í atvinnulífi og skilgreina þátttakendur styrkleika sína og áskoranir út frá færniþáttunum.

Fjallað er um árangursrík samskipti og samvinnu í teymi, áhugasvið og starfsánægju, tengingu hæfni, áhuga og árangurs. Þátttakendur vinna með áhugasvið í tengslum við starfstækifæri. Farið er ítarlega í tengsl atvinnuleitar, reynslu og sjálfsmyndar og mikilvæg atriði í atvinnuviðtali. Námskeiðið byggir á innleggi kennara, virkni og samvinnu þátttakenda ásamt markmiðssetningu.

Námskeiðið er 17,5 klst.

Umsjón: Sigríður Hulda Jónsdóttir

Skráning á námskeið fer fram í gegnum netfangið namskeidhb@vmst.is Mikilvægt er að fram komi heiti námskeiðs, nafn og kennitala þátttakanda.  


Var efnið hjálplegt?

Þakka þér fyrir þitt álit.
Það væri gagnlegt að vita meira um hvað þér finnst.

Hvað er helst að?

Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni