Breytingar á rétti til sex mánaða tekjutengdra atvinnuleysisbóta

Alþingi hefur samþykkt breytingu á lögum um atvinnuleysistryggingar sem færir viðmiðunarmörk vegna réttar til 6 mánaða tekjutengdra atvinnuleysisbóta frá september til 1. júní sl. Þetta þýðir það að einstaklingar sem áttu ólokið tekjutengingartímabil í júní, júlí eða ágúst sl. öðlast rétt til sex mánaða tímabils í stað þriggja áður.

Lesa meira

Takmörkuð opnun þjónustuskrifstofu á höfuðborgarsvæðinu

Þjónustuskrifstofa Vinnumálastofnunar á höfuðborgarsvæðinu opnar miðvikudaginn 16. desember.  Athugið að nauðsynlegt er að bóka tíma í þjónustuver og er einungs tekið á móti einstaklingum sem eiga bókaðan tíma. Hægt er að bóka tíma milli 09:00 - 15:00 mánudaga til fimmtudaga og  milli 09:00 – 12:00  á föstudögum.

Lesa meira

Þjónustuskrifstofur Vinnumálastofnunar verða lokaðar frá og með 5. október

See English version below  -  Zobacz wersję polską poniżej -

Lesa meira


Þjónustuskrifstofur Vinnumálastofnunar loka tímabundið vegna COVID-19

See English version below - Zobacz wersję polską poniżej -

Lesa meira

Tilkynning varðandi hlutabótaleið og minnkað starfshlutfall

Vinnumálastofnun minnir á að frá og með 1. júlí til 31. ágúst verður starfshlutfall að hafa lækkað um 20 prósentustig hið minnsta og launamaður verður að halda a.m.k. 50% starfshlutfalli til að eiga rétt á hlutabótum. Vinnumálastofnun greiðir því í mesta lagi 50% af tekjutengdum atvinnuleysisbótum frá og með 1. júlí, en þær nema í dag 228.202 kr. fyrir heilan mánuð.

Lesa meira

Tilkynning til atvinnuleitenda vegna  endurútreiknings á viðmiðunartekjum

Vinnumálastofnun hefur nú  lokið tæknilegri útfærslu  vegna endurútreiknings á viðmiðunartekjum  og geta atvinnuleitendur farið inn á mínar síður og óskað eftir endurúteikningi á viðmiðunartekjur með því að smella á Viðmiðunaratekjur.

Lesa meira

Áríðandi tilkynning til atvinnurekenda vegna breytinga á minnkuðu starfshlutfalli

Vinnumálastofnun vekur athygli atvinnurekenda sem eru með starfsfólk í minnkuðu starfshlutfalli á að kynna sér breytingar á lögum og skilyrðum hlutabótaleiðar 

Lesa meira

Vegna framlengingar á hlutabótum samhliða minnkuðu starfshlutfalli

Þann 29. maí sl. samþykkti Alþingi að framlengja úrræðið um greiðslur hlutabóta samhliða minnkuðu starfshlutfalli. Vinnumálastofnun vinnur að nauðsynlegum breytingum á tölvukerfum stofnunarinnar vegna þessa. Sett verður tilkynning á vef stofnunarinnar þegar þeirri vinnu er lokið.

Lesa meira

Tilkynning vegna endurgreiðslu á minnkuðu starfshlutfalli

Að gefnu tilefni vill Vinnumálastofnun beina því til þeirra atvinnurekenda sem áhuga hafa á að greiða stofnuninni þá fjárhæð sem Atvinnuleysistryggingasjóður hefur innt af hendi vegna samkomulags þeirra við starfsmenn sína um minnkað starfshlutfall, að senda tölvupóst með erindi þess efnis á netfangið: hb.endurgreidsla@vmst.is og verður erindið afgreitt  eins fljótt sem kostur er.

Lesa meira

Tilkynning til atvinnuleitenda í minnkuðu starfshlutfalli

Vinnumálastofnun beinir því til atvinnuleitenda í minnkuðu starfshlutfalli að þeir þurfa að skrá sig af atvinnuleysisskrá ef þeim hefur verið sagt upp störfum og/eða ef þeir fara aftur í fyrra starfshlutfall. Sé um uppsögn að ræða ber að skrá sig af atvinnuleysisbótum frá og með þeim degi sem uppsagnarfrestur tekur gildi.

Lesa meira

Opnað fyrir umsóknir um greiðslur fyrir starfsfólk sem þurfti að sæta sóttkví og gat ekki sinnt starfi sínu

Hægt verður að sækja um greiðslu vegna sóttkví þann 5. maí n.k. Tekið verður við umsóknum rafrænt á vef Vinnumálastofnunar. Til að sækja um greiðslur þurfa umsækjendur að verða sér úti um Íslykil eða rafræn skilríki. Á það bæði við um atvinnurekendur og einstaklinga. Smelltu hér til að nálgast nánari upplýsingar varðandi umsóknarferlið. 

Lesa meira

Þú hefur skoðað 12 fréttir af 28

Sýna fleiri fréttir
Hunang vefstofa Merki Hunang vefstofu

Þessi vefur notar vefkökur (e. cookies).

Sjá nánar í persónuverndarstefnu Vinnumálastofnunar.

Hæ, Vinný hér! Hvernig get ég aðstoðað?
Vinný snjallmenni